Fara í efni

Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 97. fundur - 17.10.2023

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneyti varðandi þjónustustefnu í byggðum og byggðalögum sveitarfélaga auk leiðbeininga um mótun þjónustustefnu sveitarfélaga sem unnið var af Byggðastofnun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela skrifstofustjóra að móta tillögu að verklagi við gerð þjónustustefnu í byggðum og byggðalögum sveitarfélagsins og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 99. fundur - 07.11.2023

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir hugmyndir að verklagi við mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að móta endanlega tillögu í samræmi við hugmyndir að verklagi varðandi mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing og umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:55

Byggðaráð Múlaþings - 101. fundur - 28.11.2023

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir tillögu að skipulagi á vinnu við mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skipulagi við vinnu mótunar þjónustustefnu fyrir Múlaþing og felur skrifstofustjóra að stýra framkvæmd verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir þjónustustefnu Múlaþings. Starfsmanni falið að koma á framfæri nokkrum minniháttar ábendingum varðandi Þjónustustefnu Múlaþings.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma athugsemdum á framfæri í samræmi við umræður á fundinum en gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við framkomin drög.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við framkomin drög. Heimastjórn hvetur íbúa til að kynna sér og mæta á íbúafund um málið sem haldinn verður í maí.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við drögin.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 111. fundur - 18.03.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja, til yfirferðar, drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.


Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Fyrir liggja til yfirferðar drög að kortlagningu á þjónustu Múlaþings en hún er liður í mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing, samkvæmt 59. grein samþykktar um stjórn Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 113. fundur - 16.04.2024

Inn á fundinn undir þessum lið kom skrifstofustjóri Múlaþings, Óðinn Gunnar Óðinsson, og gerði grein fyrir við vinnu við mótun þjónustustefnu Múlaþings.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:25

Byggðaráð Múlaþings - 119. fundur - 04.06.2024

Fyrir liggur tillaga frá skrifstofustjóra um fyrirkomulag og tímasetningar íbúafunda vegna gerðar þjónustustefnu Múlaþings:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir tillögur um fyrirkomulag íbúafunda vegna gerðar þjónustustefnu Múlaþings og að þeir verði haldnir á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði seinni partinn í ágúst 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 124. fundur - 07.08.2024

Á fundinn undir þessum lið mætti Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og gerði grein fyrir stöðu vinnu við myndun þjónustustefnu fyrir Múlaþings og fyrirhugaða vinnufundi á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 50. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggja til umfjöllunar niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru 28. og 29. ágúst og 2. september á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, en fundirnir voru liður í mótun stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar íbúum Borgarfjarðar kærlega fyrir þátttökuna í íbúafundinum. Verkefni sveitarfélagsins eru yfirgripsmikil og krefjast þess að heimastjórnin rýni þau betur á sérstökum vinnufundi. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 52. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggja til umfjöllunar niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru 28. og 29. ágúst og 2. september á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, en fundirnir voru liður í mótun stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna Múlaþings.

Heimastjórn Djúpavogs telur nauðsynlegt að fara yfir þjónustustefnuna, það sem fram kom á íbúafundi um stefnuna og móta áherslur heimastjórnar á vinnufundi.

Starfsmanni falið að boða vinnufund.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 50. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggja til umfjöllunar niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru 28. og 29. ágúst og 2. september á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, en fundirnir voru liður í mótun stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.



Heimastjórn Seyðisfjarðar - 48. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggja til umfjöllunar niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru 28. og 29. ágúst og 2. september á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, en fundirnir voru liður í mótun stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna Múlaþings.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar íbúum Seyðisfjarðar kærlega fyrir þátttökuna á íbúafundinum

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar vísar umræðum og tillögum frá íbúafundi á Seyðisfirði frá 2.sept sl til umfjöllunar hjá fagráðum Múlaþings

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 130. fundur - 08.10.2024

Fyrir liggja drög í vinnslu að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings; á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, þar sem fram koma áherslur frá íbúafundum og heimastjórnum. Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, fór yfir stöðu málsins.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 132. fundur - 29.10.2024

Fyrir liggur minnisblað með þeim málum / þjónustuþáttum sem tilheyra byggðaráði og stjórnsýslu- og fjármálasviði í drögum að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði. Á fundinn undir þessum lið mætti Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri.

Í vinnslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:25

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 132. fundur - 04.11.2024

Hafnarstjóri og verkefnastjóri hafna tengjast inn á fundinn undir þessum lið.
Undanfarin misseri hefur verið unnið að myndun stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings á Borgarfirði, Djúpavogi og Seyðisfirði. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að þeim þjónustuþáttum er tilheyra ráðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur til skoðunar og umræðu fyrirliggjandi drög að stefnu um þjónustuþætti. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar þeim til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson

Byggðaráð Múlaþings - 133. fundur - 05.11.2024

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, þar sem fram koma áherslur frá íbúafundum og heimastjórnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu um þjónustustefnu í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, og beinir málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 116. fundur - 05.11.2024

Fyrir liggur minnisblað með þeim málum / þjónustuþáttum sem tilheyra fjölskylduráði í drögum að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði.
Fyrir liggur minnisblað með þeim þjónustuþáttum sem tilheyra fjölskylduráði í drögum að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði. Fjölskylduráð vísar þeim til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 52. fundur - 13.11.2024

Fyrir fundinum liggja tillögur að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði er byggja m.a. á áherslum frá íbúafundum, heimastjórnum og fagráðum.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Björn Ingimarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson og Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings til frekari vinnslu í fagráðum og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 133. fundur - 18.11.2024

Tekin eru fyrir að nýju drög að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings en sveitarstjórn vísaði málinu til frekari vinnslu hjá fagráðum, á fundi sínum 13. nóvember.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að þjónustustefnu með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar málinu til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 117. fundur - 19.11.2024

Tekin eru fyrir að nýju drög að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings en sveitarstjórn vísaði málinu til frekari vinnslu hjá fagráðum, á fundi sínum 13. nóvember sl.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að þjónustustefnu með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar málinu til afgreiðslu í byggðaráði.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Ungmennaráð Múlaþings - 34. fundur - 21.11.2024

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 136. fundur - 03.12.2024

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, þar sem fram koma áherslur frá íbúafundum og heimastjórnum. Á fundinn undir þessum lið mætti Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu um þjónustustefnu í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, og beinir málinu til afgreiðslu við síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:50

Heimastjórn Borgarfjarðar - 53. fundur - 05.12.2024

Fyrir liggja til umfjöllunar drög að þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Heimastjórn gerir athugasemd við orðalag í kaflanum um húsnæðismál á bls. 6 þar sem segir að leiguíbúðir á Borgarfirði séu félagslegar íbúðir en hið rétta er að þær eru almennar leiguíbúðir og óskast það leiðrétt. Í Húsnæðisáætlun Múlaþings kemur fram að "sveitarfélagið sé virkur þátttakandi á leigumarkaði á Borgarfirði og kemur það til sem mótvægisaðgerð vegna þeirrar stöðu sem ríkt hefur í húsnæðismálum þar á undanförnum árum" og óskar heimastjórn eftir að á þessu verði hnykkt í þjónustustefnunni einnig.

Bent er á að ekkert er fjallað um almenna umgengni um lóðir og lönd í umhverfiskafla stefnunnar og telur heimastjórn eðlilegt að sveitarfélagið hafi stefnu þar um.

Heimastjórn telur enn fremur að skerpa þurfi á texta um meindýraeyðingu í sveitarfélaginu, með sérstöku tilliti til æðarvarpa sem finna má í mörgum fjörðum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 53. fundur - 05.12.2024

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Djúpavogs - 55. fundur - 05.12.2024

Lögð fram til kynningar þjónustustefna Múlaþings.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 51. fundur - 06.12.2024

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 53. fundur - 11.12.2024

Fyrir fundinum liggja, til síðari umræðu, tillögur að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði er byggja m.a. á áherslum frá íbúafundum, heimastjórnum og fagráðum.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir, með vísan til athugasemda frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 05.12.2024, að vísa fyrirliggjandi stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Stefnt verður að því að þjónustustefnan verði tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 136. fundur - 16.12.2024

Að beiðni sveitarstjórnar, með vísan í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, eru teknar fyrir að nýju tillögur að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings á Borgarfirði, Djúpavogi og Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að lagfæra orðalag stefnunnar í samráði við fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.
Uppfærð stefna skal lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?