Fara í efni

Söfnunar- og grenndarstöðvar

Söfnunarstöðvar

Á söfnunarstöðvum má koma með gjaldfrjálsan og gjaldskyldan úrgang en hann skal þegar vera flokkaður við komu. Ef úrgangur kemur blandaður (óflokkaður) þarf að greiða fyrir allan úrganginn samkvæmt gjaldskrá. Það borgar sig að skoða vel hvaða flokkar eru gjaldfrjálsir og hverjir gjaldskyldir.

Greitt er fyrir gjaldskyldan úrgang á staðnum. Sölu klippikorta og notkun þeirra á söfnunarstöðvum verður hætt á árinu 2025. Klippikort sem voru gefin af Múlaþingi gilda aðeins fyrir það ár sem er skráð á kortið. Keyptum klippikortum má skila á skrifstofur Múlaþings og fá ónotuð klipp endurgreidd. 

Dæmi um gjaldskyldan úrgang  Dæmi um gjaldfrjálsan úrgang
Blandaður úrgangur  Plastumbúðir
Grófur úrgangur Pappír og pappi
Flísar, postulín og gler Málmur
Gifs Raftæki
Dýnur Ýmis spilliefni
Timbur Heyrúlluplast
Hart plast  

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs má nálgast hér.

Borgarfjörður eystri
Áhaldahúsið á Heiðinni
Virka daga frá klukkan 8:00 - 16:00.

Djúpivogur
Háaurar
Þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 13:30 - 16:30
Laugardaga frá klukkan 11:00 - 13:00

Egilsstaðir
Tjarnarás 11
Virka daga frá klukkan 13:00 - 17:00
Laugardaga frá klukkan 10:00 - 14:00.

Seyðisfjörður
Fjarðargötu
Þriðjudaga og fimmtudaga: 14:00 – 17:00
Laugardaga: 11:00 - 13:00.

Grenndarstöðvar

Grenndastöðvar eru fyrir gler, málma og textíl. Stöðvarnar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum:

Djúpivogur
Á planinu bak við Tryggvabúð, Markarland 2

Egilsstaðir
Tjarnarási 9 milli þjónustumiðstöðvar og móttökustöðvar, framan við hús Rauða krossins.

Seyðisfjörður
Framan við móttökustöð við Fjarðargötu.

Skilagjaldskyldar umbúðir

Upplýsingar um móttökustöðvar fyrir skilagjaldskyldar umbúðir má nálgast á heimasíðu Endurvinnslunnar.

Athygli er vakin á því að íþróttafélög, góðgerðasamtök, nemendur og aðrir þiggja gjarnan flöskur og dósir í fjáröflunarskyni.

Síðast uppfært 26. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd