Fara í efni

Umsagnir og umsagnaraðilar

Hönnuðum ber að kalla eftir umsögnum til viðeigandi umsagnaraðila og skila inn jákvæðum umsögnum þeirra með sínum hönnunargögnum inn á viðkomandi verk í gegnum mínar síður.

Hafi hönnuður skilað inn uppdráttum með umsókn og umsögn verið með athugasemd skal senda inn nýja uppfærða uppdrætti samhliða skilum á jákvæðum umsögnum.

Umsagnaraðilar 

Ávalt skal senda beiðni um umsögn ásamt hönnunargögnum á

Einnig skal eftir atvikum senda beiðni um umsögn ásamt hönnunargögnum á eftirfarandi aðila.

  • HEF veitur ehf. ath@hef.is og tbr@hef.is
    • Vegna nýbygginga, viðbygginga og niðurrifa í þéttbýli og dreifbýli.
    • Breytingu á notkun húsnæðis sem kallar á breytta vatnsþörf.
  • Minjastofnun Íslands, thuridur@minjastofnun.is
    • Vegna nýbygginga á svæðum þar sem staðfest skráning fornleifa liggur ekki fyrir og samkvæmt lögum um friðlýst hús
    • Vakin er athygli á að MÍ gefur sér allt að 4-6 vikur til að skila umsögn.
  • Heilbrigðiseftirlit Austurlands, haust@haust.is
    • Jákvæð umsögn HAUST skal fylgja hönnunargöngum ef um atvinnu- og þjónustustofnanir er að ræða.
    • Einnig íbúðarhús og önnur mannvirki með rotþró eða hreinsivirki sem tengjast ekki fráveitukerfi sveitarfélagsins.
  • Vinnueftirlit ríkisins, vinnueftirlit@ver.is
    • Þegar atvinnu- og þjónustustofnanir er að ræða, einnig ef lyfta er í húsnæðinu.
  • Vegagerð ríkisins, vegagerdin@vegagerdin.is
    • þegar tenging er af lóð inn á veg Vegargerðarinnar, lóð er innan veghelgunarsvæðis eða nálægt sjó og höfnum.

Embætti byggingarfulltrúa kallar eftir umsögnum frá eftirtöldum aðilum eftir því sem við á

  • Skipulagsfulltrúi Múlaþings
  • Frá öðrum umsagnaraðlium ef þörf krefur.
Síðast uppfært 19. desember 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?