Fara í efni

Loftgæði

Heilnæmt andrúmsloft er mikilvæg undirstaða góðrar heilsu og velferðar og er loftmengun á Íslandi mjög lítil í samanburði við önnur lönd. Nauðsynlegt er þó að vakta gæði andrúmsloftsins og tryggja einnig að almenningur á Íslandi hafi góðan aðgang að upplýsingum um loftgæði. Helstu efni sem eru vöktuð í andrúmslofti eru meðal annars svifryk, brennisteinsdíoxíð (SO2) og köfnunarefnisdíoxíð (NO2).

Í Múlaþingi mælir Umhverfisstofnun styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Seyðisfirði. Hægt er að nálgast þær mælingar hér.

Síðast uppfært 26. september 2020
Getum við bætt efni þessarar síðu?