Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

53. fundur 11. desember 2024 kl. 13:00 - 14:35 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson og Einar Freyr Guðmundsson.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2025 nema 11.173 millj.kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 9.497 millj.kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 9.337 millj.kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 8.656 millj.kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 531 millj.kr., þar af 303 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 582 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 468 millj.kr. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 704 millj.kr. í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er jákvæð um 70 millj.kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 1.621 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 732 millj.kr.

Fjárfestingar ársins 2025 nema nettó 1.638 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 550 millj.kr. í A hluta.

Afborganir af lánum hjá samstæðu A og B hluta verða 883 millj.kr. á árinu 2025, þar af 620 millj.kr. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 14.495 millj.kr. í árslok 2025 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 11.072 millj.kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 95% í árslok 2025 og 87% í A hluta.

Fjárhagsáætlun 2025-2028 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2025 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2026-2028. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 13. nóvember sl.

Samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum einn sat hjá (ÞJ)

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2025

Til máls stóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Jóhann Hjalti Þorsteinsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir eftirfarandi gjaldskrár fyrir árið 2025:

Fyrirliggjandi gjaldskrár íþróttamiðstöðvanna á Egilsstöðum, á Djúpavogi og á Seyðisfirði, sundhallar Seyðisfjarðar, íþróttavalla og skíðasvæðisins í Stafdal, gjaldskrá fyrir frístundamiðstöðina Sólina og gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem samþykktar voru á fundi fjölskylduráðs 3.12.2024. Einnig samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi gjaldskrá þjónustumiðstöðva í Múlaþingi, sem samþykkt var á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2.12.2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk, frá Hildi Þórisdóttur, um að fjallað verði um fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng á fundi sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á fundi sveitarstjórnar þann 11. september síðastliðinn var þess farið á leit við innviða- og fjármála- og efnahagsráðherra að heimila Vegagerðinni að hefja undirbúning útboðs vegna Fjarðarheiðarganga sem nú hafa beðið fullhönnuð í 2 ár. Engin viðbrögð bárust því miður við bókuninni frá viðkomandi ráðherrum.

Sveitarstjórn Múlaþings harmar afgreiðslu Alþingis á fjárlögum þann 18. nóvember síðastliðinn, þar sem engir fjármunir eru settir í Fjarðarheiðargöng fyrir árið 2025. Enn alvarlegri er sú staða í ljósi þess að í landinu hefur ríkt hlé í jarðgangnagerð síðastliðinn 4 ár. Enn fremur vekur það áhyggjur að ný samgönguáætlun og tilheyrandi aðgerðaáætlun var ekki afgreidd á nýloknu þingi, hvorki fyrir sumarleyfi Alþingis né í nóvember. Þá vekur athygli að gert er ráð fyrir framlögum vegna undirbúnings jarðgangna á fjórum stöðum á landinu, Fljótagöng, Hvalfjarðargöng, Ólafsfjörður/Dalvík og Súðavík/Ísafjörður á sama tíma og Fjarðarheiðargöngum er ekki hleypt í úboð.

Sveitarstjórn Múlaþings skorar á nýja ríkisstjórn að forgangsraða fjármunum í mikilvæga samgönguinnviði svo unnt sé að hleypa fullhönnuðum Fjarðarheiðargöngum í útboð á næsta ári. Sveitarstjóra falið að koma ályktunum sveitarstjórnar á framfæri við þingmenn kjördæmisins sem og ráðherra í ríkisstjórn er hún hefur tekið til starfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Reglur um sveiganleg skil á milli leik- og grunnskóla

Málsnúmer 202401006Vakta málsnúmer

Fyrir liggja reglur um grunnskólagöngu sem samþykktar voru í Fjölskylduráði Múlaþings 5.11.24.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur um sveigjanlegt upphaf grunnskólagöngu og brautskráningu úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. Fræðslustjóra falið að sjá til þess að reglurnar verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ályktun frá Skólastjórafélagi Austurlands

Málsnúmer 202411164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ályktun frá Skólastjórafélagi Austurlands, dags. 21.11.2024, þar sem skorað er á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn kjaradeilu Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og íslenska ríkisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings bindur vonir við að farsæl niðurstaða fáist sem fyrst fyrir hlutaðeigandi aðila í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Sveitarstjórn vekur athygli á að umboð til kjarasamningagerðar f.h. Múlaþings, sem og annarra sveitarfélaga, er hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvetur samningsaðila til að leggja allt kapp við að ná samkomulagi sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2025

Málsnúmer 202411106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundardagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal sveitarstjórnar og fastanefnda janúar til júlí 2025 og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að það verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ES)

7.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2024

Málsnúmer 202402148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 03.12.2024, varðandi slit á Skólaskrifstofu Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings slit á Skólaskrifstofu Austurlands og að skuldir og eignir verði gerðar upp miðað við fjárhagslega stöðu 27.11.2024 samkvæmt árshlutareikningi. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fyrirliggjandi tillögu að skiptingu eigna A og B deilda Skólaskrifstofunnar á milli aðildarsveitarfélaganna sem og skiptingu Minningarsjóðs Gunnlaugs Helgasonar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja, til síðari umræðu, tillögur að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði er byggja m.a. á áherslum frá íbúafundum, heimastjórnum og fagráðum.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir, með vísan til athugasemda frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 05.12.2024, að vísa fyrirliggjandi stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði til frekari umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Stefnt verður að því að þjónustustefnan verði tekin til síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar 15. janúar 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202411028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 05.12.2024, varðandi fyrirhugaða friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði. Einnig liggur fyrir undirskriftarlisti þar sem áformum um friðlýsingu og afhendingu jarðarinnar auk húsakosts til Ferðafélags Fljótsdalshéraðs er mótmælt.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson til svara.

Lagt fram til kynningar.

10.Samráðsgátt,Sóknaráætlun Austurlands 2025 til 2029

Málsnúmer 202412025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að Sóknaráætlun Austurlands 2025-2029 sem komin er inn í Samráðsgátt stjórnvalda og verður tekin til endanlegrar afgreiðslu hjá stjórn SSA þann 13. desember nk.

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Borgarfjarðar - 53

Málsnúmer 2411019FVakta málsnúmer

Til máls tóku: vegna liðar 6, Jóhann Hjalti Þorsteinsson og Eyþór Stefánsson.

Lagt fram til kynningar.

12.Heimastjórn Djúpavogs - 55

Málsnúmer 2411018FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 5, Jóhann Hjalti Þorsteinsson

Lagt fram til kynningar.

13.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 53

Málsnúmer 2411017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 51

Málsnúmer 2411010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 134

Málsnúmer 2411004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 135

Málsnúmer 2411012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 136

Málsnúmer 2411020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 133

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 134

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 135

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 117

Málsnúmer 2411007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 118

Málsnúmer 2411016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 119

Málsnúmer 2411024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Ungmennaráð Múlaþings - 34

Málsnúmer 2411015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 14:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?