Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

133. fundur 18. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) sat fundinn undir liðum nr. 1-2.

1.Kostnaður sveitarfélaga vegna ofanflóðavarna

Málsnúmer 202404144Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og fylgir eftir minnisblaði er varðar lántökur sveitarfélagsins hjá Ofanflóðasjóði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að endurskoða fjárfestingaráætlun í samræmi við umræður á fundi sveitarstjórnar 13. nóvember og fyrirliggjandi minnisblað.
Jafnframt beinir ráðið því til byggðaráðs að eiga samtal við Samband íslenskra sveitarfélaga um fjárskuldbindingu sveitarfélaga í ofanflóðaverkefnum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

2.Almenningssamgöngur 2024

Málsnúmer 202405230Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Framlagt minnisblað um almenningssamgöngur á Egilsstöðum og í Fellabæ ásamt umsögnum öldungaráðs og ungmennaráðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á akstursleið strætó milli Egilsstaða og Fellabæjar.
Strætó mun stoppa við Egilsstaðaflugvöll en fækka þarf stoppum á móti til að halda akstursáætlun. Verkefnastjóra umhverfismála er falið að gera breytingar á akstursáætlun strætó í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:15

3.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknaslóðum 2024

Málsnúmer 202403088Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Framlagt erindi Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri um styrk vegna tjóns við landvörslu á Víknarslóðum í sumar ásamt fylgiskjölum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita styrk í samræmi við framlagt erindi.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:50

4.Skýrsla landvarða á Víknaslóðum og Stórurð 2024

Málsnúmer 202403088Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar skýrsla landvarða á Víknaslóðum 2024 sem ber heitið "Víknaslóðir og Stórurð til framtíðar".
Frestað.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:55

5.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Tekin eru fyrir að nýju drög að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings en sveitarstjórn vísaði málinu til frekari vinnslu hjá fagráðum, á fundi sínum 13. nóvember.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að þjónustustefnu með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar málinu til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?