Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

52. fundur 13. nóvember 2024 kl. 13:00 - 17:35 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2026 - 2028, sem vísað var frá byggðaráði til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir til svara, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson svaraði fyrirspurn Eyþórs, Ívar Karl Hafliða sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Vilhjálmur Jónsson, Eyþór Stefánsson sem bar upp aðra fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir til svara, Eyþór Stefánsson til svara, Helgi Hlynur Ásgrímsson til svara, Vilhjálmur Jónsson bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Vilhjálms, Þröstur Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Ívar Karl Hafliðason sem kom til svara og Þröstur Jónsson sem kom með andsvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2025 verði 14,97%.

Álagningarhlutföll fasteignaskatts 2025.

*
Álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði A flokkur
0,475%.
*
Álagningarhlutfall fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði C flokkur 1,65%.
*
Álagningarhlutfall fasteignaskatts á opinbert húsnæði B flokkur 1,32%.

* Lóðaleiga 0,75% af lóðamati

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9 talsins og fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 2025 og síðasti 1. október 2025.

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2025:

*
Hámark afsláttar verði 141.748 kr.

Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
*
Lágmark 5.426.032 kr
*
Hámark 7.053.842

Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
*
Lágmark 7.630.410 kr
Hámark 9.666.660 kr

Álagningarhlutföll holræsagjalda af fasteignamati húss og lóðar:
*
Álagningarhlutfall holræsagjalds á íbúðarhúsnæði 0,31%.
*
Álagningarhlutfall holræsagjalds á atvinnuhúsnæði 0,31%.
*
Álagningarhlutfall holræsagjalds á opinbert húsnæði 0,31%.
*
Gjaldskrá annarra tengdra gjalda fráveitu hækka til samræmis við breytingu á
byggingarvísitölu.

Rotþróargjöld:
Rotþróargjöld verði kr. 22.700 á ári fyrir rotþró allt að 6.0m3.
*
Fyrir stærri rotþrær en 6.0m3 verði rotþróargjald kr. 5.600 á ári fyrir hvern rúmmetra
þróar.
*
Önnur gjöld fylgja byggingarvísitölu, sbr. 4. mgr. 7. gr og verða uppfærð skv. venju.

Miðað er við að álagningarhlutföll vatnsgjalda verði eftirfarandi:
*
Vatnsgjald pr. ferm. í húsnæði 305 kr. auk 10.721 kr. fastagjalds.

*
Árlegt vatnsgjald af sumarhúsum/frístundahúsum skal þó að lágmarki vera 36.225 kr.

Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála, fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs, og gjaldskrá fyrir hafnir Múlaþings, sbr. fundargerðir umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.10.2024 og 28.10.2024. Gjaldskrár fyrir félagsþjónustu Múlaþings, gjaldskrár fræðslumála og gjaldskrár íþróttamannvirkja sbr. fundagerðir fjölskylduráðs frá 22.10.2024, 29.10.2024 og 05.11.2024 eru staðfestar í heild sinni.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að eigi síðar en í byrjun janúar hafi gjaldskrár verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.10.2024, varðandi afslætti af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að afslættir af gatnagerðagjöldum í Múlaþingi fyrir árið 2025 verði óbreyttir.

Samykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ráðningarsamningur sveitarstjóra

Málsnúmer 202205417Vakta málsnúmer

Lagður fram ráðningarsamningur sveitarstjóra dagsettur 6. nóvember 2024.

Undir þessum lið vakti Eyþór Stefánsson máls á mögulegu vanhæfi vegna fjölskyldutengsla.

Forseti opnaði þá mælenda skrá undir liðnum mögulegt vanhæfi.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Vilhjálmur Jónsson, Eyþór Stefánsson og Helgi hlynur Ásgrímsson.
Forseti lagði tillögu um vanhæfi sem var samþykkt með 3 atkvæðum (ES,ÁMS,HHÁ), 8 sátu hjá,

Að svo búnu yfirgaf Eyþór fundinn undir þessum lið.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfs, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ráðningarsamning við Dagmar Ýr Stefánsdóttur sveitarstjóra.
Samningurinn verði aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt með 8 atkæðum, 2 sátu hjá (HHÁ,ÞJ)

5.Ráðningarferli sveitarstjóra

Málsnúmer 202411068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Eyþóri Stefánssyni þar sem óskað er eftir því að ráðningarferli sveitarstjóra verði tekið fyrir sem sérliður á dagskrá fundar sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir til svara, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Hildur Þórisdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fyrir hönd minnhluta lagði Eyþór Stefánsson fram eftirfarandi bókun:
Minnihluti sveitarstjórnar óskar nýráðnum sveitarstjóra til hamingju með starfið og væntir góðs samstarfs. Við hörmum hinsvegar vinnubrögðin sem viðhöfð voru í ferlinu og fullkominn skort á samráði við minnihluta.

6.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tillögur að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði er byggja m.a. á áherslum frá íbúafundum, heimastjórnum og fagráðum.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Björn Ingimarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson og Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögum að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings til frekari vinnslu í fagráðum og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að sveitarstjórn Múlaþings þarf að skipa tvo nýja fulltrúa í undirkjörstjórnir vegna forfalla tveggja aðila er áður voru skipaðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings skipar eftirfarandi fulltrúa í kjörstjórnir í Múlaþingi í stað þeirra sem láta af störfum:
Í kjördeild 2 á Fljótsdalshéraði: Ólafur Björnsson (kt. 250872-2919) í stað Agnars Sverrissonar.
Í kjördeild á Borgarfirði eystra: Ásgeir Bogi Arngrímsson (kt. 160592-2149) í stað Elísabetar D. Sveinsdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

8.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár

Málsnúmer 202410181Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skógræktarfélagi Íslands dags. 23. okt. 2024 með ályktun aðalfundar félagsins 30. ágúst til 1. sept. 2024 þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að fylgja eftir vörsluskyldu sauðfjár.

Lagt fram til kynningar.

9.Heimastjórn Borgarfjarðar - 52

Málsnúmer 2410024FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 3, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason. Vegna liðar 5 Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

10.Heimastjórn Djúpavogs - 54

Málsnúmer 2410019FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 6, Hildur þórisdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir. Vegna liðar 8, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson og Jónína Brynjólfsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

11.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 52

Málsnúmer 2410022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 50

Málsnúmer 2410027FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Byggðaráð Múlaþings - 131

Málsnúmer 2410008FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 7, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson. Vegna liðar 9, Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

14.Byggðaráð Múlaþings - 132

Málsnúmer 2410013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 133

Málsnúmer 2410026FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 130

Málsnúmer 2410010FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 4, Þröstur Jónsson

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 131

Málsnúmer 2410016FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir kom til svara og Eyþór Stefánsson.

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 132

Málsnúmer 2410029FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 4, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir

Lagt fram til kynningar.

19.Fjölskylduráð Múlaþings - 114

Málsnúmer 2410011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 7, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Sigurður Gunnarsson sem kom til svara, Eyþór Stefánsson undir liðnum fundarstjórn forseta, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 115

Málsnúmer 2410018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 116

Málsnúmer 2410030FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Ungmennaráð Múlaþings - 33

Málsnúmer 2410020FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 1, Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

23.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?