Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

136. fundur 03. desember 2024 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir í ljósi góðs árangur FHL, sem tryggt hafa sér sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili, að veita liðinu afreksstyrk í ár sem verði tekinn af lið 06895, Önnur framlög.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun, sem er til umfjöllunar í byggðaráði fyrir síðari umræðu í sveitarstjórn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun 2026-2028, til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.11.2024, þar sem drögum að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2025 er vísað til umsagnar hjá byggðaráði m.a.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, þar sem fram koma áherslur frá íbúafundum og heimastjórnum. Á fundinn undir þessum lið mætti Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu um þjónustustefnu í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, og beinir málinu til afgreiðslu við síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:50

5.Umsókn um lóð, Víkurland 14

Málsnúmer 202404280Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.11.2024, varðandi erindi björgunarsveitarinnar Báru vegna gatnagerðargjalda.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að Björgunarsveitinni Báru verði veittur styrkur er nemi andvirði gatnagerðargjalda á lóðinni Víkurlandi 14. Fjármálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Egilsstaðastofa, tillaga að breyttu fyrirkomulagi

Málsnúmer 202411095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að samningi um rekstur umferða- og upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum á nýjum grunni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samningi við núverandi rekstraraðila Egilsstaðastofu um rekstur umferða- og upplýsingamiðstöðvar. Atvinnu- og menningarmálastjóra falinn frágangur málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.11., 22.11. og 24.11 2024.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2024

Málsnúmer 202402148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 27.11.2024, þar sem tillögum varðandi slit félagsins og fjárhagslega skiptingu eigna er vísað til aðildarsveitarfélaganna til umfjöllunar og afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja slit á Skólaskrifstofu Austurlands og að skuldir og eignir verði gerðar upp miðað við fjárhagslega stöðu 27.11.2024 samkvæmt árshlutareikningi. Jafnframt samþykki sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að skiptingu eigna A og B deilda Skólaskrifstofunnar á milli aðildarsveitarfélaga sem og skiptingu Minningarsjóðs Gunnlaugs Helgasonar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands

Málsnúmer 202010613Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun aðalfundar Skólaskrifstofu Austurlands sem verður haldinn á Egilsstöðum föstudaginn 13. desember 2024 kl. 14:00.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, og Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri, til vara, sitji aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands og fari þar með umboð og atkvæði fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Erindi, ósk eftir endurnýjun á styrktarsamningi

Málsnúmer 202411134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi til byggðaráðs varðandi endurnýjun á styrktarsamningi Múlaþings við Ars Longa ses. vegna sumarsýninga safnsins. Einnig liggja fyrir drög að endurnýjuðum samningi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að endurnýjuðum samningi vegna sumarsýningar Ars Longa og felur verkefnastjóra menningarmála framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Áramót 2024

Málsnúmer 202411163Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til samþykktar staðfestingar sveitarfélagsins vegna flugeldasýninga og brenna á áramótum og þrettándagleði á landi sveitarfélagsins á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri staðfesti, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi framlagðar tillögur varðandi fyrirkomulag brenna á áramótum og þrettándagleði á landi sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Ályktun frá samtökum kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á Austurlandi

Málsnúmer 202411193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ályktun frá samtökum kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldskólum á Austurlandi þar sem skorað er á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn á kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vekur athygli á að umboð til kjarasamningagerðar f.h. Múlaþings og annarra sveitarfélaga liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Byggðaráð bindur vonir við að samningsaðilar nái samkomulagi í deilunni sem allra fyrst og hvetur til þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Tungubúð félagsheimili

Málsnúmer 202309199Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samkomulagi varðandi viðhald á félagsheimili Tungumanna, Tungubúð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samningi varðandi viðhald á félagsheimili Tungumanna, Tungubúð, og veitir sveitarstjóra umboð til undirritunar fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?