Fara í efni

Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum

 

Laufskógar 1
700 Egilsstaðir
Sími: 471 1417
Netfang: minjasafn@minjasafn.is
Vefsíða: www.minjasafn.is

Minjasafn Austurlands er til húsa í Safnahúsinu við Laufskóga 1 á Egilsstöðum. Í húsinu eru einnig Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Bókasafn Héraðsbúa. Minjasafn Austurlands er viðurkennt safn sem hefur það hlutverk að safna minjum um sögu og mannlíf á Austurlandi. Safnið er rekið sem byggðasamlag Múlaþings og Fljótsdalshrepps.

Grunnsýning safnsins er tvíþætt. Annars vegar er þar um að ræða sýninguna Hreindýrin á Austurlandi þar sem fjallað er um þessi einkennisdýr Austurlands á fjölbreyttan hátt. Hinsvegar er það sýningin Sjálfbær eining sem fjallar um gamla sveitasamfélagið á Austurlandi eins og það var fram undir miðja 20. öld. Á safninu er einnig staðið fyrir margvíslegum smærri sýningum og viðburðum auk öflugrar safnfræðslu fyrir nemendur á öllum skólastigum. Lögð er áhersla á að taka vel á móti börnum og barnafjölskyldum og boðið upp á fjölbreytta og fróðlega afþreyingu fyrir yngstu kynslóðina.

Síðast uppfært 15. desember 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?