Fara í efni

Aðal- og deiliskipulag

Í skipulagslögum er kveðið á um að allt land og hafsvæði innan marka sveitarfélaga sé skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja, ofan jarðar og neðan og aðrar meiri háttar framkvæmdir sem breyta ásýnd umhverfisins, eiga að vera í samræmi við skipulagsáætlanir. Í skipulagsáætlun er gerð grein fyrir stefnu sveitarstjórnar og ákvörðunum um framtíðarnotkun lands, s.s. fyrirkomulagi byggðar, samgangna og verndun menningar- og náttúruminja. 

Samkvæmt skipulagslögum skiptast skipulagsáætlanir í svæðisskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag og skulu þær vera í innbyrðis samræmi. Skipulagsáætlanir eru settar fram í greinargerð og á uppdrætti. Skipulagsfulltrúi heldur utan um skipulagsferla og er umhverfis- og framkvæmdaráði til ráðgjafar um skipulagsmál.

Aðalskipulag

Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Fjögur aðalskipulög eru í gildi í sveitarfélaginu og eru þau frá því fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Upplýsingar um þau er að finna á skipulagsjá Skipulagsstofnunnar:

Vinna við nýtt aðalskipulag Múlaþings hófst sumarið 2023 og er stefnt að því að það taki gildi í lok árs 2025.

Deiliskipulag

Deiliskipulag nær til afmarkaðs svæðis eða reits innan sveitarfélagsins sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess. Í deiliskipulagi eru sett ákvæði um byggingarheimildir og útfærslu bygginga og frágang umhverfis.

Hægt er að nálgast gildandi deiliskipulagsáætlanir í kortasjá Múlaþings https://map.is/mulathing/. Með því að haka við við reitinn „Skipulag" á stikunni hægra megin á skjánum birtist afmörkun gildandi deiliskipulagsáætlana og með því að velja ákveðið svæði er hægt að nálgast gildandi skipulagsgögn fyrir viðkomandi svæði.

Síðast uppfært 08. september 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?