Hafnargata 38b
710 Seyðisfjörður
Sími: 472 1696
Netfang: tekmus@tekmus.is
Vefsíða: https://tekmus.is
Facebook : Tækniminjasafn Austurlands/ Technical Museum of East Iceland
Instagram : tekmus_seydisfjordur
Tækniminjasafn Austurlands hefur opnað á nýjan leik með sýningunni Búðareyri: saga umbreytinga
Lítil landræma með fjölbreytta sögu og mannlíf
Sýningin fjallar um sögu Búðareyrar frá 1880 til dagsins í dag og þær umbreytingar í búsetu, atvinnulífi, samfélagi og náttúru sem þar hafa átt sér stað. Breytingar sem segja ekki eingöngu staðbundna sögu heldur endurspegla jafnframt hluta af mun stærri sögu tækniframfara og mannlífsbreytinga síðustu 150 árin á Íslandi og víðar. Sýningin er til húsa í og við Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Eftir að fyrirtækið hætti starfsemi, hefur húsnæðið verið notað fyrir sýningar Tækniminjasafnsins.
Saga Búðareyrar einkennist af miklum umbreytingum og er fjallað um þær út frá nokkrum þáttum sem þó skarast hver við annan:
- Upphaf byggðar
- Vélsmiðjan
- Samskipti og ritsíminn
- Hernámsárin
- Höfnin og fjörðurinn
- Verslun og viðskipti
- Náttúrufar og skriðuföll
Opnunartímar
Maí - september
Mánudaga - laugardaga kl. 10 - 17
Október - apríl
Eftir samkomulagi : tekmus@tekmus.is
Aðgangseyrir
Fullorðnir : 1500 kr
Börn : 500 kr
Lífeyrisþegar og nemar : 1000kr
Tækniminjasafn Austurlands á Seyðisfirði varð fyrir miklum búsifjum, eins og alkunna er, þegar stærsta skriða sem fallið hefur í byggð á Íslandi hreif með sér stóran hluta húsa þess og safnkosts. Fyrir þann örlagaríka atburð stóð safnið á krossgötum og hafin var vinna við allsherjar endurskoðun á stefnu þess og framtíðarsýn. Skriðan féll þann 18. desember 2020.
Í dag er safnkostur þess kominn í tímabundið varðveisluhúsnæði og forvörslu- og skráningarstarf af óþekkri stærðargráðu er framundan. Stefna og framtíðarsýn stjórnar og starfsfólks er að safnið verði endurreist á nýjum stað, starfsemi þess byggð á gömlum grunni, til verði framúrskarandi safn 21. aldarinnar með lifandi starfsemi, í góðum tengslum við og hluti af nærsamfélaginu og um leið eftirsóknarverður áfangastaður bæði heimamanna og gesta. Stefnt er að því að safnið verið einn helsti áfangastaður fyrir ferðamenn á Austurlandi.