Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

133. fundur 05. nóvember 2024 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2025-2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2025-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, þar sem fram koma áherslur frá íbúafundum og heimastjórnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu um þjónustustefnu í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, og beinir málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202410034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 22.10.2024, varðandi mikilvægi fullfjármögnunar Hafrannsóknarstofnunar til rannsókna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um að ríkisvaldið sjái til þess að Hafrannsóknarstofnun verði fullfjármögnuð og þannig gert kleift að halda úti öflugum rannsóknum á fiskistofnum þjóðarinnar svo hægt verði að tryggja sjálfbærar veiðar sem eru afar mikilvægar fyrir íslenskt efnahagslíf.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 28.10.2024.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

6.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25.10.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Starfsemi Sláturhússins og framtíðarsýn

Málsnúmer 202410146Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Ragnhildur Ásvaldsdóttir, forstöðumaður Sláturhússins Menningarmiðstöðvar, og kynnti þá starfsemi sem hefur farið fram í Sláturhúsinu og framtíðarhugmyndir.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ragnhildur Ásvaldsdóttir - mæting: 09:25

8.Umsókn um aðkomu Múlaþings við ritun sögu Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202410160Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sögufélagi Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir samtali með byggðaráði varðandi mögulega aðkomu sveitarfélagsins að ritun sögu Seyðisfjarðar. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir, formaður stjórnar Sögufélags Seyðisfjarðar, og gerði grein fyrir hugmyndum stjórnar varðandi framtíðarskref.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta skoða mögulega aðkomu sveitarfélagsins, með fjárstyrk, að söfnun og björgun frumheimilda varðandi sögu Seyðisfjarðar og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Beiðni um hækkun á rekstrarstyrk, Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202410119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands varðandi hækkun á rekstrarstyrk fyrir árið 2025. Einnig liggur fyrir greining sveitarstjóra, fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra á því hvernig megi bregðast við erindinu miðað við að það rúmist innan samþykktrar rammaáætlunar sveitarfélagsins. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir og Jónína Brynjólfsdóttir, safnstjórar Tækniminjasafns Austurlands, og fór yfir stöðu mála og það sem framundan er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að framundan er uppbygging Tækniminjasafns Austurlands og ljóst er að slíkt hefur jákvæð áhrif á atvinnu- og menningarlíf á Seyðisfirði samþykkir byggðaráð Múlaþings að rekstrarstyrkur til safnsins fyrir árið 2025 verði 13 milljónir króna sem rúmast innan samþykktrar rammaáætlunar sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?