Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

130. fundur 08. október 2024 kl. 08:30 - 12:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að tvö ný mál yrðu tekin á dagskrá fundarins og eru þau númer 8 og númer 18.
Samþykkt með 4 atkvæðum en einn á móti (HHÁ) varðandi lið 8.

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 12. júní 2024. Inn á fundinn undir þessum lið komu Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri og fór yfir helstu áherslur á sviði atvinnu- og menningarmála sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun og Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, sem fór yfir helstu áherslur á sviði stjórnsýslu.

Í vinnslu.

3.Bókasafnið á Seyðisfirði, tillögur starfshóps að nýrri staðsetningu

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Aðalheiði Borgþórsdóttur atvinnu- og menningarmálastjóra, Hugrúnu Hjálmarsdóttur umhverfis- og framkvæmdastjóra og Kolbrúnu Erlu Pétursdóttur forstöðukonu Bókasafns Héraðsbúa, um bókasafn Seyðisfjarðar. Einnig liggur fyrir greinargerð frá 15.2.2024 um skóla- og almenningsbókasöfn Múlaþings. Aðalheiður Borgþórsdóttir kom inn á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir niðurstöðum hópsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa tillögum starfshóps að nýrri staðsetningu bókasafns á Seyðisfirði til umsagnar í heimastjórn Seyðisfjarðar.

Í vinnslu.

4.Menningarstyrkir Múlaþings, seinni úthlutun 2024

Málsnúmer 202407104Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að seinni úthlutun menningarstyrkja 2024. Elsa Guðný Björgvinsdóttir, verkefnastjóri menningarmála, kom inn á fundinn undir þessum lið og gerðir grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð kr. 1.950.000, og felur verkefnastjóra menningarmála að koma úthlutunum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög í vinnslu að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings; á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, þar sem fram koma áherslur frá íbúafundum og heimastjórnum. Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, fór yfir stöðu málsins.

Í vinnslu.

6.Reglur um tölvupóst kjörinna fulltrúa og starfsmanna Múlaþings

Málsnúmer 202410003Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um tölvupóst- og netnotkun starfsfólks Múlaþings og reglum um tölvupóst kjörinna fulltrúa. Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, gerði grein fyrir málinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur um tölvupóst kjörinna fulltrúa og starfsmanna Múlaþings og felur skrifstofustjóra að koma þeim í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Umsókn um stofnframlag

Málsnúmer 202407006Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var fyrirhuguð framkvæmd í Bláargerði á Egilsstöðum sem vænta má stofnframlagsumsóknar vegna.

Í vinnslu.

8.Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var hugmynd að leikskólabyggingu á suðursvæði á Egilsstöðum.

Í vinnslu.

9.Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202409174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til aðildarsveitarfélaga Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fundarboð vegna aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 9. október kl. 11:30.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Björn Ingimarsson og Jónína Brynjólfsdóttir til vara, fari með atkvæði Múlaþings á fundi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn verður 9. október 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Hannes Karl Hilmarsson yfirgaf fundinn meðan á þessum lið stóð.

10.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS 2024

Málsnúmer 202410019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem fram fer þann 9. október 2024 kl. 8.30-9.30 á Hilton Reykjavík Nordica.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Björn Ingimarsson og Jónína Brynjólfsdóttir til vara, fari með atkvæði Múlaþings á fundi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður 9. október 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2024

Málsnúmer 202402111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands frá 12. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

14.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 76. fundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202410034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 81. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

16.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu til ársins 2040, 233. mál

Málsnúmer 202409173Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu til ársins 2040, 233. mál.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

17.Beiðni um viðbótarframlag

Málsnúmer 202408061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá formanni stjórnar Héraðsskjalasafns Austfirðinga, dagsett 30.9.2024, þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi frá aðildarsveitarfélögunum vegna viðbótarrekstrarkostnaðar á árinu sem ekki var gert ráð fyrir og hins vegar vegna uppsafnaðs hallarekstrar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita viðbótarframlag til reksturs Héraðsskjalasafns Austfirðinga á árinu 2024 sem nemur beiðni, kr. 500.000,-. Hvað varðar viðbótarframlag næsta árs er því vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

18.Samráðsgátt. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.)

Málsnúmer 202410048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur í samráðsgátt frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða (skipan svæðisráða o.fl.).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings ítrekar fyrri ályktanir sveitarfélagsins varðandi mikilvægi þess að skipulagsvaldið, hvað varðar haf- og strandsvæði, sé hjá sveitarfélögum og verði unnið samhliða svæðisskipulagi.
Verði sú breyting ekki gerð leggur byggðaráð Múlaþings til að í stað skipunar átta fulltrúa í svæðisráð verði skipaðir sjö. Þrjá samkvæmt tilnefningu ráðherra og þrjá samkvæmt tilnefningum aðliggjandi sveitarfélaga og einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem jafnframt gegni formennsku í ráðinu.

Samþykkt með fjórum atkvæðum en einn á móti (HHÁ).

Fundi slitið - kl. 12:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?