Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

53. fundur 05. desember 2024 kl. 09:00 - 14:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
  • Ragna Stefanía Óskarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2025

Málsnúmer 202411106Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna fyrir fyrri hluta árs 2025. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Undirskriftasöfnun gegn fyrirhugaðri friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202411028Vakta málsnúmer



Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vakti Ragna S. Óskarsdóttir athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var það samþykkt samhljóða. Ragna vék af fundi og í hennar stað kom Elísabet D. Sveinsdóttir varamaður inn á fundinn. Elísabet vakti einnig athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var því einróma hafnað.

Fyrir liggur bréf frá Ólafi Aðalsteinssyni, dags. 6.11.2024, með undirskriftarlista gegn fyrirhugaðri friðlýsingu Umhverfisstofnunar á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Þann 28. september síðastliðinn stóð heimastjórn fyrir opnum kynningarfundi um friðlýsingar og möguleika sem felast í þeim. Eins og áður hefur verið fjallað um, fól þáverandi umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfisstofnun (UST) að hefja undirbúning að ferli friðlýsingar á jörðinni Stakkahlíð. Á fundinum kom fram hjá starfsmanni UST, Davíð Örvari Hanssyni, að ekki yrði farið í vinnu um friðlýsingu jarðarinnar gegn vilja íbúa og hagsmunaaðila.

Heimastjórn Borgarfjarðar, sem jafnframt gegnir hlutverki náttúruverndarnefndar, telur að ekki sé tímabært að slá af hugmyndir um friðlýsingu jarðarinnar að svo stöddu. Undirskriftarlistinn verður hafður til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu málsins. Heimastjórn mun setja málið á dagskrá á næsta íbúafundi og hvetur íbúa til að mæta þar og viðra skoðanir sínar.

Heimastjórn samþykkir að vísa málinu til sveitarstjórnar og umhverfis- og framkvæmdaráðs.
Samþykkts samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Leigusamningur á Ósi Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202406150Vakta málsnúmer



Fyrir liggur ósk frá Jökli Magnússyni um að núgildandi leigusamningur um jörðina Ós verði færður yfir á nafn Sveins Huga Jökulssonar. 5 ára samningur var undirritaður sumarið 2024. Sveinn Hugi Jökulsson kom inn á fundinn og gerði grein fyrir framtíðaráætlunum sínum. Heimastjórn leggur til að samningurinn verði færður yfir á nafn Sveins Huga og skoðað verði að lengja samningstímann. Starfsmanni heimastjórnar falið að vinna að málinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Sveinn Hugi Jökulsson - mæting: 13:30

4.Sorphirða á Borgarfirði

Málsnúmer 202411215Vakta málsnúmer

Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála kynnti nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Múlaþingi í samræmi við nýja löggjöf. Heimastjórn líst best á að tekið verði upp fjögurra tunnu kerfi við hvert heimili líkt og annars staðar í sveitarfélaginu. Við þessar breytingar verður sorphirðu sinnt af verktaka en ekki starfsmönnum áhaldahúss. Þessi breyting mun hafa þau áhrif að fyrirtæki á Borgarfirði munu þau þurfa að semja sjálf við sorphirðuaðila. Starfsmaður heimastjórnar mun veita frekari upplýsingar sé þess óskað.

Sorphirðumál á Borgarfirði verða tekin fyrir á íbúafundi heimastjórnar.
Mál í vinnslu.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 10:15

5.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til umfjöllunar drög að þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Heimastjórn gerir athugasemd við orðalag í kaflanum um húsnæðismál á bls. 6 þar sem segir að leiguíbúðir á Borgarfirði séu félagslegar íbúðir en hið rétta er að þær eru almennar leiguíbúðir og óskast það leiðrétt. Í Húsnæðisáætlun Múlaþings kemur fram að "sveitarfélagið sé virkur þátttakandi á leigumarkaði á Borgarfirði og kemur það til sem mótvægisaðgerð vegna þeirrar stöðu sem ríkt hefur í húsnæðismálum þar á undanförnum árum" og óskar heimastjórn eftir að á þessu verði hnykkt í þjónustustefnunni einnig.

Bent er á að ekkert er fjallað um almenna umgengni um lóðir og lönd í umhverfiskafla stefnunnar og telur heimastjórn eðlilegt að sveitarfélagið hafi stefnu þar um.

Heimastjórn telur enn fremur að skerpa þurfi á texta um meindýraeyðingu í sveitarfélaginu, með sérstöku tilliti til æðarvarpa sem finna má í mörgum fjörðum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að uppfærðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings. Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir að heimastjórnir veittu umsagnir um drögin.
Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála kom inn á fundinn. Heimastjórn telur ráðlegt að halda utan um biðlista í almennar leiguíbúðir þar sem núverandi biðlistar taka einungis til félagslegs húsnæðis. Enn fremur vantar sundurgreinanleg gögn niður á svæði sveitarfélagsins um áætlaða húsnæðisþörf og -uppbyggingu sem hefði verið heppilegt að lægju fyrir á þessu stigi málsins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 11:50

7.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Unnið er að aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045. Inn á fund heimastjórnar komu Sóley Valdimarsdóttir verkefnisstjóri umhverfismála, Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi og Kamma Dögg Gísladóttir starfsmaður Eflu og kynntu drögin. M.a. var rætt um mögulega staðsetningu eldsneytis- og orkustöðva innan þéttbýlis Borgarfjarðar og mögulega útvíkkun á þéttbýlismörkum. Áhugasamir geta kynnt sér skipulagsdrögin á vefsíðu Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 11:15
  • Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 11:15
  • Sóley Valdimarsdóttir - mæting: 11:15

8.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer


Fyrir liggur minnisblað um kostnaðaráætlanir við framkvæmdir á Fjarðarborg og breytingatillögur á núgildandi teikningum. Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Borgarfjarðar, sem ráðgefandi nefnd í verkefninu, að taka afstöðu til þeirra hugmynda sem ræddar voru á fundinum um næstu skref í verkefninu.

Miðvikudaginn 4. desember komu Hugrún Hjálmarsdóttir, umhverfis- og framkvæmdastjóri, Vordís Jónsdóttir verkefnastjóri á framkvæmdasviði og Jón Grétar Traustason byggingastjóri til fundar við heimastjórn um stöðu verkefnisins og framvindu. Í ljósi þess að endurbætur á Fjarðarborg hafa verið umfangsmeiri en ráð var fyrir gert í upphafi fellst heimastjórn Borgarfjarðar á að það fé sem ætlað var til nýbyggingar líkamsræktarsalar við Sparkhöllina verði nýtt til þess að ljúka framkvæmdum í Fjarðarborg. Því verður líkamsræktaraðstaðan áfram starfrækt á 2. hæð á meðan húsrúm leyfir. Nýbygging við Sparkhöll færist aftar á fjárfestingaáætlun. Unnið er að öflun frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum og mun heimastjórn taka málið aftur fyrir þegar þau liggja fyrir.

Málið er í vinnslu.

9.Fjarðarborg, samþykktir

Málsnúmer 202410248Vakta málsnúmer

Málinu frestað.

10.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fyrirhugaður fimmtudaginn 9. janúar 2025. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 6. janúar. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til skrifstofu.

Heimastjórn stefnir að íbúafundi snemma á nýju ári.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?