Fara í efni

Fjallagarpar Seyðisfjarðar

Gönguklúbbur Seyðisfjarðar og Múlaþing standa á bakvið verkefnið Fjallagarpur Seyðisfjarðar. Gestabækur og gatastangir með mismunandi munstri er að finna á sjö fjallatoppum við Seyðisfjörð. Til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Seyðisfjarðar þarftu að klífa fjöllin sjö og skila kortinu götuðu, séu fjöllin sjö klifin á innan við sólarhring fær viðkomandi nafnbótina Ofurfjallagarpur Seyðisfjarðar.

Leiðbeiningar

Þú getur nálgast stimpilkortin í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Seyðisfirði, Ferjuleiru 1 (ferjuhúsinu). Þegar þú ert komin á toppinn finnur þú gestabókina og gatastöngina og gatar við þann topp sem þú ert á. Kortinu er síðan framvísað á Upplýsingamiðstöðinni þegar þú hefur klifið fjöllin sjö. Þú færð afhent viðurkenningarskjal, þar sem afrekið er staðfest og nafn þitt verður skráð í Fjallagarpaskrá hér á þessari síðu.

Til að hljóta nafnbótina Ofurfjallagarpur Seyðisfjarðar þarf að toppa 7 tindana á innan við sólarhring. Það þarf að byrja við sjó og enda við sjó, skila þarf inn tímasettu hniti á leiðinni og götuðu stimpilkorti og ekki má nota nein hjálpar tæki s.s. hjól, skíði eða önnur faratæki.

Oft er um margar leiðir að ræða á fjallatoppana. Í gönguleiðalýsingu sem hægt er að nálgast á Upplýsingamiðstöð er sagt lauslega frá þeim algengustu. Ekki er tekin ábyrgð á GPS punktum sem gefnir eru upp. Hnitin eru í WGS84.

pdf merkiGönguleiðir, lýsingar

pdf merkiKort yfir gönguleiðir

Mikilvægt

  • Börn og unglingar séu í fylgd með fullorðnum.
  • Skjótt getur skipast veður í lofti. Því á aldrei að fara í fjallgöngu án þess að vera búinn að kynna sér veðurspá og láta vita af ferðaáætlun.

Seven Peaks, Mountain Viking

Information in english. Note that the weather can change very quickly, so no one should ever start a hike without checking the weather forecast and telling others about their plans.


Fjallagarpaskrá

Fjallagarpar Seyðisfjarðar sem hér eru skráðir eru skráðir í númeraröð, fyrir aftan kemur fram á hvaða tímabili var farið. Röðin miðast við hvenær stimpilkortinu er skilað inn á Upplýsingamiðstöð.
Því mætti eflaust deila um hver var fyrstur til að sigrast á fjöllunum sjö.

Ofurfjallagarpar Seyðisfjarðar - sjö tindar sigraðir á innan við sólarhring

  1. Jónas Pétur Jónsson, júlí 2009. Tími 21 klst. og 5 mín.
  2. Gunnar Sverrir Gunnarsson. Tími 20 klst. og 20 mín.
  3. Magnús Baldur Kristjánsson. Tími 20 klst. og 20 mín.
  4. Vojtěch Žídek, ágúst 2024. Tími 20 klst. og 15 mín.

Fjallagarpar Seyðisfjarðar

  1. Borgþór Jóhannsson, tímabil 27.07-26.08 2007.
  2. Anna Maren Sveinbjörnsdóttir, tímabil 08.07-27.08 2007.
  3. Jónas Pétur Jónsson, tímabil 08.07-29.07 2007. 
  4. Daði Kristjánsson, tímabil 21.07.-21.09.08.
  5. Helena Lind Birgisdóttir, tímabil 19.08.-21.09.08.
  6. Gunnar Sverrisson, tímabil 29.08.-25.09.08.
  7. Grétar R. Benjamínsson, tímabil 27.06.-24.07.10.
  8. Klaus Schmit, tímabil 25.06-11.08.10.
  9. Ísak Ármann Grétarsson, tímabil 24.07-12.09.10.
  10. Guðjón Egilsson, tímabil 29.06-20.09.10.
  11. Ólafía María Gísladóttir, tímabil 02.08.- 28.07.12.
  12. Andri Borgþórsson, tímabil 20.08.-16.10.15.
  13. Hjalti B. Axelsson, tímabil 25.09.15-14.09.16.
  14. Gunnar Bergmann Sigmarsson, tímabil 12.07.12-06.08.17.
  15. Valur Andrason, tímabil 15.07-17-12.08.17.
  16. Gillian Berrian, tímabil 14.07 - 16.07. USA.
  17. Jeremy Berrian, tímabil 14.07 - 16.07. USA.
  18. Sigmar Gunnarsson, tímabil 23.07 - 06.08.
  19. Vigdís Gunnarsdóttir, tímabil 23.07 - 06.08.
  20. Pawel Krasinski, tímabil 02.07.19 - 14.07.19.
  21. Patrycja Skoczeypiec, tímabil 02.07.19 - 14.07.19.
  22. Cesar Saunchez, tímabil 30.06.17 - 30.08.20.
  23. Svava Lárusdóttir, tímabil 30.08.14 - 10.07.22.
  24. Vojtěch Žídek, tímabil 23.04.22 - 16.9.22.
  25. Pernille Weiland Pedersen, tímabil 06.08.2019. DK.
  26. Elísabet Maren Guðjónsdóttir, tímabil 13.6.2022 - 9.7.2023.
  27. Sofie Maria Thun Nissen, tímabil 22.7.2022 - 20.7.2023. DK.
  28. Hildur Gunnarsdóttir, tímabil 23.7.2014 - 8.8.2023.
  29. Dušky Merčák, tímabil 27.7.2024 - 30.8.2024.
  30. Margrét Guðjónsdóttir, tímabil 13.6.2022 – 7.9.2024.
  31. Brynhildur Bertha Garðarsdóttir, tímabil 21.7.2022 – 7.9.2024.
Síðast uppfært 18. september 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?