Fara í efni

Grunnskólar

Í Múlaþingi eru sex grunnskólar. Skólarnir eru um margt ólíkir hvað varðar skólastefnu, nemendafjölda og staðsetningu. Íbúar eiga sveigjanlegt val á skóla fyrir börn sín sé sótt um að vori fyrir nýtt skólaár.  Börn sem búa í skólahverfi hvers skóla hafa þó ávallt forgang í sinn heimaskóla. 

Reglur um innritun í grunnskóla Múlþings og skilgreining á skólahverfum

Reglur um skólaakstur í grunnskólum Múlaþings

Grunnskólinn Borgarfirði eystra

Grunnskólinn á Borgarfirði eystra er heildstæður grunn- og leikskóli þar sem litið er á nám nemenda frá leikskóla til grunnskóla sem eina heild.

Í öllu skólastarfinu er rými fyrir fjölbreytta kennsluhætti og samþættingu námsgreina samhliða metnaði fyrir bóklegum greinum. Skapandi störf nemenda, sjálfbærni og góð tengsl við grenndarsamfélagið, sögu þess og menningu eru hluti af daglegu skipulagi námsins, ásamt útikennslu.

Frá janúar 2021 hefur skólinn á Borgarfirði verið rekinn sem sjálfstætt starfandi deild undir Fellaskóla í Múlaþingi. Nemendur grunnskólans á Borgarfirði stunda nám við Fellaskóla einn dag í viku á miðvikudögum en aðra daga vikunnar eru þau í skólanum á Borgarfirði.

Deildarstjóri grunnskólans á Borgarfirði er Tinna Jóhanna Magnusson tinna.magnusson@mulathing.is 
Skólastjóri er Anna Birna Einarsdóttir anna.einarsdottir@mulathing.is .

Borgarfirði      
720 Borgarfjörður eystri

Sími: 470 0560 og leikskóli, sími 470 0561
Netfang: grunnskoli.borgarfjardar@mulathing.is

                                                                                                                                                                       

 

                                                                                                                                                

Djúpavogsskóli

Djúpavogsskóli er einsetinn heildstæður skóli með um nemendur úr dreifbýli og þéttbýli Djúpavogs.

Í grunnskólanum er lögð mikil áhersla á samkennslu, samvinnu og þverfaglega vinnu nemenda og kennara. Áhersla er lögð á að nýta umhverfi skólans bæði við leik og störf. Hugrekki, virðing og samvinna eru einkunnarorð skólans og fléttast þau gildi á margþættan hátt inn í skólastarfið.

Tónskóli Djúpavogs er starfræktur í skólanum.

Vörðu 6
765 Djúpivogur

Sími: 470 8710
Netfang: djupavogsskoli@mulathing.is
Heimasíða Djúpavogsskóla

 

 

Brúarásskóli

Brúarásskóli er samrekinn grunn- og leikskóli í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði.

Í skólanum er lögð áhersla á samþættingu námsgreina í gegnum fjölbreytt þemaverkefni sem dreifast yfir veturinn. Mikið er lagt upp úr tjáningu og framsetningu verkefna sem nemendur ljúka.

Verkgreinum er gert hátt undir höfði í skólanum og boðið upp á fjölbreyttar valgreinar fyrir nemendur í 6.-10. bekk. Skólinn leggur auk þess ríka áherslu á útivist og hreyfingu, en góður íþróttasalur er í skólanum og auk þess sparkvöllur og ærslabelgur sem nýtast nemendum vel.

Brúarás
701 Egilsstaðir

Sími: 470 0625
Netfang: bruarasskoli@mulathing.is
Heimasíða Brúarásskóla

 

 

 

 

Egilsstaðaskóli

Grunngildi skólans eru gleði, virðing og metnaður. Áhersluþættir í faglegu starfi eru teymiskennsla, virkir nemendur og list- og verkgreinar.

Egilsstaðaskóli er heilsueflandi skóli og brautryðjandi á því sviði á landinu. Með þátttöku í verkefninu leggur skólinn áherslu á heilbrigði nemenda og starfsfólks jafnt líkamlegt sem andlegt.

Frá árinu 2020 er skólinn á grænni grein og stefnir að því að flagga Grænfánanum 2022. Einn af sprotum skólastarfsins er velferðarkennsla sem byggir á hugmyndum jákvæðrar sálfræði og kenningum um gróskuhugarfar. Skólinn er til húsa í nýlegu og nýlega uppgerðu húsnæði í hjarta Egilsstaðabæjar.

 

Tjarnarlöndum 11
700 Egilsstaðir

Sími: 470 0605
Netfang: egilsstadaskoli@mulathing.is
Heimasíða Egilsstaðaskóla

 

 

 

Fellaskóli

Fellaskóli í Fellabæ er grunnskóli þar sem lögð er áhersla á að efla bókvit, verkvit og siðvit jöfnum höndum.

Í skólanum er nemendum skipt niður á þrjú stig; yngsta stig ( 1.–4. bekk), miðstig ( 5.–7. bekk) og unglingastig (8.–10.) bekk. Á hverju stigi starfa kennarar og annað fagfólk saman í teymum.

Við skipulag kennslu er horft til þess að nemendur eru á hverjum tíma mislangt komin á mismunandi sviðum þroska. Nemendur hafa einnig mismunandi styrkleika, áhugasvið og getu. Námi og öðru starfi skólans er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemandans út frá forsendum og hæfileikum hvers og eins. Skólastarfið miðast við að stuðla jafnt að tilfinningalegum og félagslegum þroska sem og vitsmunalegum.

Fellaskóli

 

Einhleypingi 2
700 Egilsstaðir

Sími: 470 0640
Netfang: fellaskoli@mulathing.is
Heimasíða Fellaskóla

 

Seyðisfjarðarskóli

Haustið 2016 hófst skólastarf í sameinuðum þriggja deilda skóla undir nafninu Seyðisfjarðarskóli. Skiptist hann í grunnskóladeild, leikskóladeild og listadeild. Að auki er skipulögð stoðdeild.

Sýn skólans er sú að í hverjum nemenda búi fjársjóður. Hlutverk skólans er að þroska þann sjóð, mennta ábyrga, hæfa og skapandi einstaklinga í samvinnu við heimilin og nánu samstarfi deildanna, í samræmi við aðalnámskrá leik-og grunnskóla, lög og reglugerðir.

Í nýrri skólastefnu kemur fram að leiðarljós starfsins sé góð samvinna, lýðræði og jafnrétti og jafnramt að sköpunarkraftur, sjálfbærni, fjölbreytileiki og gagnrýnin hugsun einkenni skólastarf í öllum deildum.

Suðurgötu 4
710 Seyðisfjörður

Sími: 470 2320
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is 
Heimasíða Seyðisfjarðarskóla

 

 

 

 

 

Síðast uppfært 11. mars 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?