Almenningssamgöngur Múlaþings
Allar ferðir almenningssamgangna á vegum Múlaþings eru gjaldfrjálsar.
Strætó, Fellabær og Egilsstaðir
Ekið er á einum bíl alla virka daga og er lagt upp frá Fellabæ. Verktaki er Sæti ehf netfang: hlynur@saeti.is og sími 867 0528
Áætlun
Reglur fyrir strætó
Börn sem ferðast með vögnum Sætis ehf. eru á ábyrgð foreldra og forráðamanna.
Börn yngri en 6 ára þurfa að vera í fylgd með eldri einstaklingi.
- Farþegar skulu hlíta fyrirmælum vagnstjóra meðan á ferð stendur.
- Farþegar skulu sitja í sætum meðan á ferð stendur.
- Farþegar sem sýna af sér óæskilega framkomu gagnvart öðrum farþegum og/eða vagnstjóra og brjóta almennar hátternisreglur getur verið vísað úr vagninum.
- Farþegar skulu sýna hver öðrum gagnkvæma kurteisi og tillitssemi meðan á ferð stendur.
- Sæti ehf. ber ekki ábyrgð á farangri farþega, hvorki í farþegarými né í farangursgeymslu nema ef slys, óhapp eða annar ófyrirséður atburður á sér stað.
- Heimilt er að ferðast með reiðhjól, barnavagna og barnakerrur í vögnum Sæti ehf., meðan rými leyfir.
- Neysla matar og drykkjar er bönnuð um borð.
Vagnstjóra er heimilt að meina farþegum aðgang að strætó ef um ítrekuð brot er að ræða.
Reglur um almenningssamgöngur (pdf)
Brúarás
Íbúum gefst kostur á að nýta sér almenningssamgöngur í dreifbýli milli Egilsstaða og Brúarás, í tengslum við skólaakstur. Skólanemar ganga þó fyrir í þeim ferðum.
Strætó á austurlandi
Strætó bs. sér um áætlunarferðir á landsbyggðinni. Þjónustan er ekki á forræði Múlaþings.
Strætó á austurlandi