Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

124. fundur 07. ágúst 2024 kl. 08:30 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 202407011Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Haddur Áslaugsson, tækni- og gæðastjóri hjá HEF veitum, og fór yfir stöðu mála og möguleg næstu skref.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt HEF veitum að ganga til samninga við þá aðila er sýnt hafa verkefninu áhuga. Frekari greining möguleika og verkefnis skal þó unnin áður en til samninga verður gengið. Verði niðurstaðan sú að fara í verkefnið er óskað eftir því að HEF veitur haldi utan um verkefnið. Sveitarstjóra er falið að senda svar við erindi Fjarskiptasjóðs fyrir kl. 12:00 föstudaginn 16. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri, og gerði grein fyrir stöðu vinnu við myndun þjónustustefnu fyrir Múlaþings og fyrirhugaða vinnufundi á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði.

Lagt fram til kynningar.

4.Boð um forkaupsrétt á Ránargötu 2c

Málsnúmer 202407096Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Gísla M. Auðbergssyni hrl. varðandi forkaupsrétt sveitarfélagsins að Ránargötu 2c á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna sölu Stjörnublásturs ehf. til Skálaseturs ehf. á fasteigninni Ránargötu 2c á Seyðisfirði samþykkir byggðaráð Múlaþings að nýta ekki forkaupsrétt sveitarfélagsins á umræddri eign.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Framtíð náttúrustofa

Málsnúmer 202404030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til fundar um Náttúrustofu Austurlands fimmtudaginn 15. ágúst nk. í Múlanum í Neskaupstað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að auk sveitarstjóra skuli fulltrúum byggðaráðs gefinn kostur á að sitja fyrirhugaðan fund um framtíð Náttúrustofu Austurlands sem haldinn verður fimmtudaginn 15. ágúst nk. Einnig skulu viðkomandi taka þátt í undirbúningsfundi er haldinn verður um fjarfundarbúnað mánudaginn 12. ágúst n.k.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð kynningarfundar er fulltrúar Vegagerðarinnar héldu með fulltrúum Múlaþings og Austurbrúar 16. maí 2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401108Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 02.05. og 21.06.2024.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?