Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð

Ráðið annast þau störf sem sveitarstjórn felur ráðinu á sviði umhverfis-, framkvæmda- og hafnarmála ásamt því að fara með verkefni skipulagsnefndar skv. 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, bygg­ingar­nefndar skv. 7. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og umferðarfræðslu skv. 112. gr. umferðarlaga nr. 77/2019.

Ráðið fer með verkefni hafnarstjórnar og ber stjórnunarlega ábyrgð á höfnum sveitar­félagsins í samræmi við hafnalög nr. 61/2003 og hafnarreglugerðir nr. 292/2005, 295/2005 og nr. 275/2006, með síðari breytingum.

Nánar um valdheimildir heimastjórna og ráða fer samkvæmt viðauka um framsalsheimildir og um verkefni samkvæmt erindisbréfi sem sveitarstjórn setur því. Ráðum er heimilt, með sam­þykki sveitarstjórnar, að skipa verkefnabundna starfshópa skv. F-lið 48. gr.

Sjö aðalmenn eru í umhverfis- og framkvæmdaráði og jafnmargir til vara.

Umhverfis- og framkvæmdaráð fundar að jafnaði á mánudögum. Vilji íbúar senda inn erindi þurfa þau að berast í síðasta lagi miðvikudag fyrir viðkomandi fund. Mikilvægt er að erindin séu merkt umhverfis- og framkvæmdaráði. Erindi má koma á skrifstofur sveitarfélagsins eða senda á netfangið mulathing@mulathing.is.


pdf merki Erindisbréf

Fundargerðir

Fundadagatal sveitarstjórnar og fastanefnda

Nafn Staða Netfang

Umhverfis- og framkvæmdaráð - aðalmenn

Umhverfis- og framkvæmdaráð- varamenn

Getum við bætt efni þessarar síðu?