Ársalir bs. er sameiginlegt félag tveggja sveitarfélaga, Múlaþings og Fljótsdalshrepps. Tilgangur félagsins er að byggja, kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis til íbúa, 60 ára og eldri á starfssvæði félagsins. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.
Leiguíbúðir Ársala eru á Egilsstöðum í:
- Hamragerði 5, þar eru 5 tveggja herbergja íbúðir og 7 þriggja herbergja íbúðir.
- Lagarási 17, þar eru 6 einstaklingsíbúðir.
- Lagarási 21-39, þar eru 10 tveggja herbergja íbúðir.
Umsókn um leiguíbúð hjá Ársölum bs.
Samþykktir fyrir Ársali
Fyrirspurnum vegna Ársala skal beint til Aðalheiðar Árnadóttur á netfangið adalheidur.arnadottir@mulathing.is eða með því að hringja á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 4 700 700.