Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

136. fundur 16. desember 2024 kl. 08:30 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Innviðagjald skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 202412013Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og verkefnastjóri hafna sitja fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá BSM Cruise Services, dagsett 29. nóvember 2024, þar sem fyrirhuguðum áformum um innheimtu innviðagjalds af skemmtiferðaskipum er mótmælt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir athugasemd við hve skammur aðlögunartími er veittur vegna gjaldtökunnar.
Málinu er vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson
  • Björn Ingimarsson

2.Uppsetning hraðhleðslustöðvar á Djúpavogi

Málsnúmer 202412020Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá Teslu Motors Iceland ehf. um svæði til uppsetningar á hraðhleðslustöð á Djúpavogi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að Teslu Motors Iceland ehf. verði boðið svæði til leigu undir 4-6 hraðhleðslustöðvar við Slökkvistöðina á Djúpavogi. Ráðið vísar málinu til umsagnar hjá heimastjórn Djúpavogs og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta útfæra svæðið með tilliti til tenginga og notkunar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

3.Erindi vegna Egilsstaðaflugvallar

Málsnúmer 202412045Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá Isavia innanlandsflugvöllum þar sem óskað er eftir heimild til að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna áforma um nýja akbraut samhliða flugbraut nyrst á vellinum.
Jafnframt er óskað eftir afstöðu til þess hvort umrædd áform séu í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að fyrirhugaðar framkvæmdir við nýja akbraut og flughlað á Egilsstaðaflugvelli kalli á óverulega breytingu á gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna hana á kostnað framkvæmdaraðila.
Jafnframt heimilar ráðið málsaðila að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar vegna fyrirhugaðra áforma.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

4.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum, vegtenging

Málsnúmer 202412073Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá landeiganda að Unalæk þar sem óskað er eftir heimild til breytinga á núverandi deiliskipulagi sem tók gildi 29. október sl.
Breytingin felst í því að bæta aftur inn vegtengingu við Skriðsdals- og Breiðdalsveg sem felld var út í síðustu breytingu. Jafnframt er óskað eftir því að afstaða sé tekin til þess hvort umrædd breyting geti fallið undir að vera óveruleg skv. 43. gr. skipulagslaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn frá Vegagerðinni vegna umræddrar vegtengingar og bendir jafnframt á að önnur vegtenging, 250m norðar,sem liggur inn á Unalæk/lóð 4 er ekki samkvæmt skipulagi eða unnin í samráði við Vegagerðina.

Málið verður tekið fyrir að nýju þegar umsögnin liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

5.Deiliskipulag, Merkjadalur, frístundabyggð í landi Hafrafells 1

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi frístundabyggðar, Merkjadalur, í landi Hafrafells 1 lauk þann 29. nóvebember sl.
Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar en engin þeirra gaf til efni til efnislegra breytinga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi skipulagstillögu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

6.Deiliskipulagsbreyting, Ný aðveitustöð á Hryggstekk í Skriðdal

Málsnúmer 202406165Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Auglýsingu tillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Fljótsdalslínu 3 og 4 í Skriðdal lauk þann 29. nóvebember sl.
Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar en engin þeirra gaf til efni til efnislegra breytinga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi skipulagstillögu til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

7.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Hamrar 12

Málsnúmer 202411145Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur uppfært erindi frá lóðarhafa við Hamra 10 (L210933) á Egilsstöðum þar sem hann óskar eftir því að skipta um lóð og færa sig yfir á Hamra 12 (L210939). Jafnframt er óskað eftir heimild til að víkja frá skipulagsskilmálum lóðarinnar en fyrirhugað er að reisa á lóðinni 244m2 einbýlishús sem standa mun út fyrir byggingarreit til suðvesturs, frá 4,4m niður í 2,2m.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur verkefnastjóra skipulagsmála að ganga frá úthlutun lóðar að Hömrum 12 og skilum á lóð að Hömrum 10.
Ráðið samþykkir jafnframt beiðni um heimild til frávika frá skipulagsskilmálum, með vísan til 3. mgr. 43. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, þjóðlenda, Suðurhluti Eyvindarárdals, ásamt Skagafelli, Tungudal og Svínadal.

Málsnúmer 202412074Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá forsætisráðuneytinu um stofnun þjóðlendu sbr. úrskurð óbyggðanefndar í máli nr. 2/2022. Um er að ræða Suðurhluta Eyvindarárdals, ásamt Skagafelli, Tungudal og Svínadal.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur mikilvægt að aðgangur vegna búfjárbeitar verði óhindraður á umræddu svæði eins og verið hefur og vegur til Mjóafjarðar hafi sinn sess til framtíðar. Hugmyndir um styttingu akstursleiða milli sveitarfélaga t.d. undir Eskifjarðarheiði verður að vera án takmarkana m.t.t. betra aðgengis að sjúkrahúsinu í Neskaupstað og fyrir íbúa í Fjarðabyggð að hafa óheftan aðgang að Egilsstaðaflugvelli til að nýta alla þá þjónustu sem búið er að finna stað á suðvesturhorni landsins. Stytting leiða hefur auk heldur jákvæð áhrif á kolefnaspor Íslands.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

9.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Að beiðni sveitarstjórnar, með vísan í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, eru teknar fyrir að nýju tillögur að þjónustustefnu í byggðum Múlaþings á Borgarfirði, Djúpavogi og Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að lagfæra orðalag stefnunnar í samráði við fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði.
Uppfærð stefna skal lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

10.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að umferðaröryggisáætlun Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til umsagnar hjá heimastjórnum sveitarfélagsins, fjölskylduráði, öldungaráði, ungmennaráði og samráðshópi um málefni fatlaðra.
Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

11.Ofanflóðavarnir, Neðri-Botnar

Málsnúmer 202303127Vakta málsnúmer

Fyrirliggja drög að umhverfismatsskýrslu fyrir ofanflóðavarnir í Neðri Botnum á Seyðisfirði. Skýrslan er unnin af VSÓ Ráðgjöf og hefur verið skilað inn til Skipulagsstofnunar í formlegt samráðsferli.
Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt á íbúafundi á Seyðisfirði í janúar.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2024

Málsnúmer 202402079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 182. fundi heilbrigðisnefndar Austurlands.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 130. fundi svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lagt fram til kynningar.

14.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefna á sviðinu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?