Fara í efni

Byggðarráð

Byggðarráð:

  • fer ásamt sveitarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti sem þessi mál eru ekki öðrum falin.
  • hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir sveitarstjórn.
  • sér um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir sveitarstjórn til meðferðar og afgreiðslu.
  • fer með verkefni jafnréttisnefndar skv. 12. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
  • fer með atvinnu- og menningarmál, verkefni bókasafnsstjórnar skv. 8. gr. bóka­safna­laga nr. 150/2012, og húsnæðisnefndar skv. 6. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998.

Meðan sveitarstjórn er í leyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella. Sveitarstjórn getur falið byggðarráði fullnaðarafgreiðslu mála, nema lög mæli á annan veg.

Fundir byggðarráðs eru að jafnaði á þriðjudögum. Vilji íbúar senda inn erindi þurfa þau að berast í síðasta lagi miðvikudag fyrir viðkomandi fund. Mikilvægt er að erindin séu merkt byggðarráði. Erindi má koma á skrifstofur sveitarfélagsins eða senda á netfangið mulathing@mulathing.is.


Erindisbréf pdf merki

Fundargerðir

Fundadagatal sveitarstjórnar og fastanefnda

Nafn Staða Netfang

Byggðarráð - aðalmenn

Getum við bætt efni þessarar síðu?