Upplýsingar um stofnanir sem sjá um félagsstarf fyrir unglinga og ungmenni í Múlaþingi.
Félagsmiðstöðin Lindin, Seyðisfirði
Lindin er félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-10. bekk.
Opnunum er skipt í unglingadeild og miðstig.
Í Lindinni er unnið faglegt félagsmiðstöðvastarf þar sem lögð er áhersla á ungmennalýðræði og er dagskránni í miðstöðinni að miklu leyti stýrt af ungmennum. Aðstaðan í Lindinni er góð en þar er m.a. billiardborð, leikjatölvur, borðtennisborð og spil af ýmsu tagi auk þess sem íþróttasalur er í sama húsnæði.
Austurvegi 4
710 Seyðisfjörður
Facebooksíða Lindarinnar
og Instagram 
Félagsmiðstöðin Nýung, Egilsstöðum
Nýung er félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-10. bekk.
Opnunum er skipt í yngri og eldri deild.
Dagskráin í Nýung er fjölbreytt og húsnæðið tækjum hlaðið. Þar er m.a. billiardborð, bíósalur, Playstation 4, borðtennisborð, fínt hljóðkerfi og spil af ýmsu tagi.
Tjarnarlöndum 11
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Nýungar 
Félagsmiðstöðin Zion, Djúpavogi
Félagsmiðstöðin Zion er staðsett á Djúpavogi og þjónustar börn á miðstigi og unglingastigi.
Í Zion eru opnanir fyrir unglinga tvisvar til þrisvar í viku en alla skóladaga stendur nemendum Djúpavogsskóla til boða að sækja miðstöðina í löngum frímínútum. Í félagsmiðstöðinni fer fram faglegt starf þar sem uppeldismarkmið frítímaþjónustu eru höfð að leiðarljósi.
Facebooksíða Zion
Vegahúsið Ungmennahús
Vegahúsið er ungmennahús, staðsett á Egilsstöðum, ætlað fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Fjölbreytt félagsstarf er í boði, eins og námskeið, bíó og spilakvöld. Almennur opnunartími er á fimmtudögum frá kl. 19:30 - 22:00 en möguleiki er á hópastarfi og aðstöðu utan opnunartíma eftir samkomulagi.
Sláturhúsinu v/Kaupvang
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Vegahússins 