Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

55. fundur 05. desember 2024 kl. 13:00 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
  • Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála, skipulagsfulltrúi og verkefnastjóri aðalskipulags Múlaþings sitja fundinn undir þessum lið og fara yfir vinnu við aðalskipulag Múlaþings 2025-2045
Vinnslutillaga að aðalskipulagi er langt komin og gert er ráð fyrir að hún fari í kynningu í byrjun næsta árs. Haldnir verða íbúafundir í öllum byggðarkjörnum um vinnslutillöguna og þar fá íbúar og aðrir tækifæri til að koma með ábendingar og athugasemdir.

Heimastjórn kom ýmsum ábendingum á framfæri.

Gestir

  • Kamma Dögg Gílsladóttir
  • Sigríður Kirstjánsdóttir
  • Sóley Valdimarsdóttir

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið. Lagt fram til kynningar minnisblað um breytingar á Húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2025.
Heimastjórn kom á framfæri athugasemdum um vanmat á uppsafnaðri húsnæðisþörf og ofmat á íbúðum í byggingu í húsnæðisáætlun fyrir Djúpavog.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sóley Valdimarsdóttir

3.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi.
Heimastjórn leggur á það áherslu að liðurinn "Snyrtilegt og fallegt býli eða jörð" verði áfram inni í reglunum um umhverfisviðurkenningar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

4.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 2.des að óska eftir upplýsingum frá heimastjórn Djúpavogs um möguleg verkefni, og forgangsröðun þeirra til 3 ára, sem eru styrkhæf í Fiskeldissjóð.
Eftirtalin verkefni telur heimastjórn Djúpavogs mikilvægt að sækja um styrki í (í stafrófsröð):

Fráveita, framhald á fyrri framkvæmdum, fækka útrásum og bæta hreinsun.
Gatnaframkvæmdir vegna nýrra lóða og hverfa.
Grunnskóli viðbygging.
Hafnarsvæði bætt aðstaða við Djúpavoginn, flotbryggjur/trébryggjur.
Kostnaður við aðalskipulags og deiliskipulagsvinnu.
Leikskóli viðbygging.
Malbik og bætt aðstaða og aðkoma að hafnarsvæði.
Matarsmiðja og nýsöpunarsetur, fullvinnsla afurða úr héraði.
Uppbygging á íþrótta- og leiksvæði í Blánni.
Viðbygging / líkamsrækt við íþróttamiðstöð Djúpavogs.
Yfirbygging yfir sparkvöll við íþróttamiðstöð.
Þjónustumiðstöð / hafnarhús.

Að mati heimastjórnar ætti að sækja um að lágmarki 4-5 verkefni á hverju ári. Nauðsynlegt er að fara að vinna í þeim umsóknum sem fyrst til að tryggja að umsóknir séu vandaðar og skilvirkar.

Samþykkt samhljóða.

5.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um nauðsyn þess að að vetrarþjónusta á Axarvegi sé aukin og að vegurinn fái fasta ruðningsdaga inni í áætlun Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu.

Benda má á að á þriðja tug ungmenna frá Djúpavogi stunda nám á Egilsstöðum og íbúar sæki einnig mikilvæga þjónustu til Egilstaða og því sé mikilvægt að bæta vetrarþjónustu.

6.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2025

Málsnúmer 202411106Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarplan allra nefnda og ráða Múlaþings fram í júlí 2025
Samþykkt samhljóða.

7.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2024

Málsnúmer 202409067Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir frá aðalfundi NAUST frá 7. september 2024

8.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar þjónustustefna Múlaþings.

9.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fundargerð Samráðshóps um Cittaslow frá 13. nóv lögð fram til kynningar.

10.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Borgarland: Framkvæmdum í nýjum part af Borgarlandi er lokið, stefnt er á að malbika þann part götunar á næsta ári.

Slökkvistöð: Samningur hefur verið undirritaður við verktaka um endurbætur, gert er ráð fyrir að vinnan hefjist í janúar.

Vatnsveita: Enn er beðið eftir dælubúnaði, seinkanir í afhendingu frá birgja munu tefja verklok eitthvað.

Ljósleiðari: Starfsmenn Austurljós hafa verið að skoða lagnaleiðir í þorpinu undanfarið ásamt því að ræða við íbúa um framkvæmd ljósleiðaravæðingar. Beðið er með framkvæmdir vegna óhagstæðra veðurskilyrða.

Lýsing við Gleðivík: Vegagerðin er búin að samþykkja að gera úrbætur á kaflanum frá bræðslu að Hvarfi, efni til að vinna verkið er komið á staðinn og allt klárt til framkvæmda.

Bóndavarðan: Jólablaðið kom út eins og venja er til og var einstaklega veglegt og skemmtilegt.

11.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Djúpavogs verður haldinn fimmtudaginn 9.janúar kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 16:00 föstudaginn 3.janúar á netfangið eidur.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?