Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

113. fundur 16. apríl 2024 kl. 09:00 - 11:40 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins

2.Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202403242Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2023 sem sendur var frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á aðildarfélög Samtaka orkusveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom skrifstofustjóri Múlaþings, Óðinn Gunnar Óðinsson, og gerði grein fyrir við vinnu við mótun þjónustustefnu Múlaþings.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:25

4.Fjöldahjálparstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202311317Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 04.04.2024, varðandi Fjöldahjálparstöð á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fjöldahjálparstöð RKÍ á Djúpavogi verði flutt úr grunnskólanum yfir í íþróttamiðstöð og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita samkomulag þar að lútandi í samræmi við fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Skaftfelli Listamiðstöð Austurlands, auk meðlima í Prentverk Seyðisfjörður, varðandi húsaleigu fyrir Öldugötu 14. Sveitarstjóri gerði einnig grein fyrir hugmynd að framtíðarvalkosti fyrir staðsetningu Prentverks Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna mögulegan nýjan valkost fyrir staðsetningu Prentverks Seyðisfjarðar, sem mögulega gæti raungerst á þessu ári. Er niðurstaða liggur fyrir verður erindi Skaftfells Listamiðstöðvar Austurlands tekið fyrir í byggðaráði til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Afnotasamningur, Strandarvegur 39, 710, Slökkvilið Múlaþings

Málsnúmer 202404055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að afnotasamningi fyrir Slökkvilið Múlaþings um fasteignina Strandaveg 39 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi afnotasamning fyrir Slökkvilið Múlaþings um fasteignina Strandaveg 39 á Seyðisfirði og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra frágang málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Menningarstefna og aðgerðaráætlun

Málsnúmer 202403115Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til afgreiðslu tillögur að Menningarstefnu Múlaþings 2024-2030 auk aðgerðaráætlunar.

Málinu frestað til næsta fundar.


8.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 09.04.2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, dags. 12.04.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með samráðshóp um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði varðandi mikilvægi þess að frumathugun varna við Hafnargötu 47 verði kláruð og að farið verði í rannsóknir varðandi sífrera í þelaurð í Strandatindi sem fyrst. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri við sérfræðinga Veðurstofu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Sláturhúsið Menningarmiðstöð, Samþykktir

Málsnúmer 202308081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað varðandi skipan í fagráð Sláturhússins - menningarmiðstöð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skipa eftirtalda aðila í fagráð Sláturhússins - menningarmiðstöð til næstu tveggja ára:

Formaður (fulltrúi atvinnu- og menningarmálastjóra): Óðinn Gunnar Óðinsson
Varaformaður(fulltrúi atvinnu- og menningarmálastjóra): Urður Gunnarsdóttir
Aðalmaður (fulltrúi LungA skóla): Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir
Varamaður (fulltrúi LungA skóla): Mark Rohtmaa-Jackson

Aðalmaður (fulltrúi leikfélags Fljótsdalshéraðs): Formaður LF, nú Berglind Hönnudóttir
Varamaður (fulltrúi leikfélags Fljótsdalshéraðs): Varaformaður LF, nú Hrefna Hlín Sigurðardóttir

Aðalmaður (fulltrúi Bíl): Wiola Ujazdowska
Varamaður (fulltrúi Bíl): Erling Jóhannesson

Aðalmaður (fulltrúi Listaháskólans) Pétur Ármannsson
Varamaður (fulltrúi Listaháskólans) Brogan Davis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:45

11.Beiðni um styrk til reksturs Bjarmahlíðar Þolendamiðstöðvar vegna 5 ára starfsafmæli

Málsnúmer 202404051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi Eystra varðandi styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi styrk til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöðvar vegna 5 ára starfsafmælis til fjölskylduráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fundarboð á ársfund Stapa lífeyrissjóðs 2024

Málsnúmer 202404044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til ársfundar Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður fimmtudaginn 2. maí nk. í menningarhúsinu Hofi, Akureyri kl. 14:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Múlaþings á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Aðalfundur SSA og Austurbrúar 2024

Málsnúmer 202404087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá framkvæmdastjóra SSA varðandi tilnefningu í kjörnefnd fyrir aðalfund SSA sem mun fara fram 23. maí 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að tilnefna Vilhjálm Jónsson sem fulltrúa Múlaþings í kjörnefnd fyrir aðalfund SSA sem mun fara fram 23.05.2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?