Unnið er að farsæld barna er með því að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Útgangspunkturinn í öllu sem við gerum er barnið og hagsmunir þess.
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, einnig þekkt sem farsældarlög, er ætlað að tryggja snemmtækan stuðning og tryggja samvinnu allra sem koma að velferð barna, fækka alvarlegum málum og bæta þjónustu við börn og fjölskyldur. Lögin ná til allrar þjónustu sem veitt er innan skóla- og heilbrigðiskerfisins, auk félagsþjónustu og lögreglu.
Aðilar sem koma að málefnum barna bera ábyrgð á að:
Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra, og meta hvort þörf sé á þjónustu.
Bregðast við þegar þörf er á þjónustu, á skilvirkan hátt.
Hafa samráð sín á milli til að tryggja samfellu og samþættingu þjónustu í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra.
Stigskipting þjónustunnar
Fyrsta stig: Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum. Markmið að styðja við farsæld barns.
Annað stig: Úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og markvissari stuðningur. Markmið að tryggja farsæld barns.
Þriðja stig: Úrræði þar sem veittur er einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur. Markmið að tryggja að farsæld barns verði ekki hætta búin.
Tengiliður
Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið eftir því sem þörf krefur. Á meðgöngu og á ungbarnaskeiði er tengiliður barns starfsmaður heilsugæslu, í leik- grunn- eða framhaldsskóla er starfsmaður skólans.grunnskólans. Ungmenni sem ekki fara í framhaldsskóla eða börn sem á einhvern hátt falla á milli ofangreindra þjónustukerfa hafa aðgang að tengilið hjá félagsþjónustu sveitarfélags. Tengiliður hefur viðeigandi þekkingu til að geta verið foreldrum og barni innan handar. Hann ráðleggur þeim og aðstoðar við að rata í gegnum kerfið og sækja þjónustu við hæfi.
Menntaskólinn á Egilsstöðum - upplýsingar um tengiliði er á vefsíðu skólans
Málstjóri
Ef barn þarf fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi er tilnefndur málstjóri. Málstjórar eru að jafnaði starfsfólk félagsþjónustu sveitarfélaga. Hlutverk málstjóra er meðal annars að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu, bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og stýra stuðningsteymi. Málstjóri hefur hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við foreldra og barn.
Innleiðing farsældar
Nánari upplýsingar um innleiðingu farsældar barna er að finna á vefnum