Dagmar Ýr Stefánsdóttir er sveitarstjóri Múlaþings og gegnir einnig starfi hafnarstjóra Hafna Múlaþings.
Dagmar Ýr er uppalin í Merki á Jökuldal, gekk í Menntaskólann á Egilsstöðum og síðan lærði hún fjölmiðlafræði í Háskólanum á Akureyri og er með BA gráðu þaðan.
Dagmar Ýr starfaði hjá N4 stjórnvarpsstöð á Akureyri fyrst eftir brautskráningu og síðan sem markaðs- og kynningarstjóri Háskólans á Akureyri í fimm ár. Eftir það flutti Dagmar aftur austur til heimahaganna, settist að á Egilsstöðum og starfaði sem yfirmaður samfélags- og samskiptamála hjá Alcoa Fjarðaáli í tíu ár. Árið 2023 tók Dagmar við starfi framkvæmdastjóra Austurbrúar og síðan sem sveitastjóri Múlaþings frá 1. febrúar 2025.
Ráðningasamningur sveitarstjóra 