Fara í efni

Skil á hönnunargögnum

Aðeins þeir sem hafa löggilt réttindi, þ.e. arkitektar, byggingafræðingar, tæknifræðingar og verkfræðingar geta hannað og skilað inn aðaluppdráttum.

Hönnunargögnum er skilað til byggingarfulltrúaembættisins í gegnum Mínar síður Múlaþings. Til að geta sent inn hönnunargögn þarf að vera búið að senda inn tilnefningu á hönnuðinn fyrir hönnunarþáttinn og hann búin að samþykkja sig sem hönnuð.

Hönnunargögnin eru send inn af viðeigandi hönnuð á gagnaskilum (undir umsóknir Byggingarmál - Hönnuður) í Mínum síðum en einnig er hægt að senda aðaluppdrætti og fylgigögn inn með upphaflegu umsókninni sæki hönnunarstjóri um.

Með umsókn eða gagnaskilum aðaluppdrátta skal skila eftirfarandi

Hönnuðir geta sent hönnunargögn inn á gagnaskil (undir umsóknir sem byggt er að öllu leitByggingarmál - Hönnuður)um leið og þeir tilkynna samþykki sitt fyrir ráðningu á verkið en einnig komið að því aftur síðar meir á gagnaskil, Mínar síður. Í báðum tilfellum þarf hann að velja verkið sem hann er tilkynntur á eða búin að staðfesta sig á.

Yfirferð hönnunargagna

Eftir að hönnunargögn hafa skilað sér inn eru þau tekin til yfirferðar. Séu uppdrættir og eða fylgigögn ófullnægjandi fær hönnuður tölvupóst með úttektarskýrslu þess efnis og skal skila inn nýjum lagfærðum gögnum í gegnum Mínar síður, ekki sem svar við þeim tölvupósti.

Eftir að úttektaaðili hefur yfirfarið leiðrétta uppdrætti og fylgigögn verður sendur póstur þess efnis á hönnuð og hann beðinn um eintök á pappír séu engar athugasemdir gerðar.

Sé uppdráttum skilað á pappír áður en þeir fá jákvæða yfirferð má gera ráð fyrir að þeim verði fargað og hönnuður beðin um að senda annað eintak að jákvæðri yfirferð lokinni. Uppdráttum skal skilað inn í stærð A2 eða A1 í samræmi við kafla 4.3 byggingarreglugerðar.

Embætti byggingarfulltrúa Múlaþings notast við úttektarapp með skoðunarlistum HMS. Ekki skal líta á úttektarskýrslu embættis sem tæmandi lista ágalla hönnunargagna og áskilur embættið sér rétt á athugasemdum fram að lokaúttekt.

Verklag við yfirferð hönnunargagna er lýst í Viðauka II Skoðunarhandbók um yfirferð hönnunargagna og framkvæmd áfanga-, öryggis- og lokaúttektar í byggingarreglugerð,

Síðast uppfært 02. september 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?