Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

99. fundur 07. nóvember 2023 kl. 08:30 - 12:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Ívar Karl Hafliðason þurfti að yfirgefa fundinn undir lið 3, en kom inn aftur undir lið 9.

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2024-2027. Einnig kom inn á fundinn undir þessum lið Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri og fór yfir helstu áherslur á sviði atvinnu- og menningarmála sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árin 2024-2027 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir hugmyndir að verklagi við mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur skrifstofustjóra að móta endanlega tillögu í samræmi við hugmyndir að verklagi varðandi mótun þjónustustefnu fyrir Múlaþing og umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 10:55

4.Reglur um íbúakosningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202309119Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og fór yfir drög að reglum um framkvæmd heimastjórnarkosninga hjá sveitarfélaginu Múlaþingi.

Í vinnslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 11:10

5.Samráðshópur um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til afgreiðslu erindisbréf samráðshóps um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir samráðshóp um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði og felur sveitarstjóra að koma því til kynningar í samráðshópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Fyrir liggja athugasemdir landeigenda við matsgerð um ætlað markaðsverð á svokölluðu Suðursvæði auk samantektar matsaðila vegna þessa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings veitir sveitarstjóra umboð til að halda áfram viðræðum við landeigendur um möguleg kaup sveitarfélagsins á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Niðurlagning starfs veðurathugunarmanns á Teigarhorni

Málsnúmer 202310207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Veðurstofu Íslands, dags. 30.10.2023, þar sem fram kemur að, í samráði við staðarhaldara, hafi starf veðurathugunarmanns á úrkomumæli 675 - Teigarhorn verið lagt niður.

Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur HAUST 2023

Málsnúmer 202310210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn verður á Reyðarfirði 7. nóvember kl. 14:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir sitji aðalfund Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir hönd sveitarfélagsins og fari með atkvæði fyrir hönd Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Samráð sveitarfélaga

Málsnúmer 202311006Vakta málsnúmer

Farið yfir umræðu á fundi byggðaráðs Múlaþings og bæjarráðs Fjarðabyggðar sem haldinn var á Reyðarfirði þriðjudaginn 31. október sl.

10.Fundargerðir stjórnar HEF 2023

Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF veitna, dags. 17.10. og 20.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2023

Málsnúmer 202305117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands, dags. 17.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16.10. og 27.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

13.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð fundar Almannavarnarnefndar, dags. 25.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

14.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi. Fundagerðir

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Ríkarðshúss, dags. 18.10. og 26.10.2023.

Lagt fram til kynningar.

15.Nýting á forkaupsrétti, skip nr.6947 Djúpivogur

Málsnúmer 202311008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um að tekin verði afstaða til mögulegrar nýtingar forkaupsréttar sveitarfélagsins á skipi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrir hönd sveitarfélagsins að nýta sér ekki forkaupsrétt á skipinu Gestur SU159, umdæmisnúmer 6947. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri og undirrita gögn þessu tengd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Umsókn um rekstrarframlag 2024 fyrir Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202311014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um rekstrarframlag til Tækniminjasafns Austurlands vegna ársins 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi umsókn um rekstrarframlag til Tækniminjasafns Austurlands til atvinnu- og menningarmálastjóra til afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?