Fara í efni

Fatlað fólk

Þjónusta við fatlað fólk á heimilum sínum

Þjónusta til fatlaðs fólks er veitt samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Um er að ræða persónulega aðstoð við athafnir daglegs lífs sem kemur til viðbótar við stuðningsþjónustu sem er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna.

Markmiðið er að gera fötluðu fólki kleift að búa á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir hvers og eins. Um getur verið að ræða félagslegar leiguíbúðir eða sértækt húsnæðisúrræði í þjónustukjarna.

Þjónustan er veitt samkvæmt reglum um stuðningsþjónstu og reglum um félagslegt húsnæði.

Umsókn um félagslegt leiguhúsnæði tengill á síðu

Umsókn um stuðningsþjónustu tengill á síðu

Akstursþjónusta

Akstursþjónustu fatlaðs fólks er veitt samkvæmt 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda.

Reglur um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Umsókn um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Styrkir vegna endurhæfingar

Veittir eru styrkir vegna námskostnaðar, verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi að endurhæfingu lokinni. Um ýmis verkfæri og tæki vegna náms eða í atvinnuskyni getur verið að ræða t.d. tölvukaup eða annað.

Reglur um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Umsókn um styrk til náms, verkfæra- og tækjakaupa

Stólpi

Í Stólpa á fatlað fólk, sem ekki starfar á almennum vinnumarkaði, kost á félagslegri hæfingu og iðju. Hæfing og iðja alhliða félagsleg þjálfun sem miðar að vellíðan og virkni. Áherslan er á listsköpun, afþreygingu og vinnuverkefni í tengslum við almennan vinnumarkað. Ekki eru greidd laun í hæfingu/iðju.

Stólpi er til húsa að Lyngási 12, Egilsstöðum og síminn þar er 471 1090.

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Lög um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 er kveðið á um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA).

Notendastýrð persónuleg þjónusta er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Í reglum félagsþjónustunnar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk er tekið mið af handbók um NPA og leiðbeinandi reglum um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Félagsþjónustan tekur á móti umsóknum t.d. í formi bréfs.

Reglur um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi.

umsóknaeyðublað - í vinnslu

Fötluð börn

Ráðgjöf

Foreldrar fatlaðra barna geta fengið aðstoð við að halda utan um málefni barna sinna varðandi samræmingu á þjónustu. Ráðgjafi getur tekið þátt í teymisfundum foreldra og þjónustuaðila ef óskað er og veitt ráðgjöf á heimili barnsins. 

Stuðningsþjónusta/liðveisla

Fötluð börn skulu eiga kost á stuðninsþjónustu í formi liðveislu en með því er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð við að njóta menningar og félagslífs og efla viðkomandi til sjálfshjálpar. Við mat á þjónustuþörf er tekið mið af aðstæðum viðkomandi.

Reglur um stuðningsþjónustu hjá Múlaþingi

Umsókn um stuðningsþjónustu tengill á síðu

Stuðningsfjölskyldur

Fjölskyldur fatlaðra barna skulu eiga kost á stuðningsfjölskyldu eftir því sem þörf krefur. Nánar um stuðningsfjölskyldur

Gagnlegir tenglar

Umboðsmaður barna

Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

Ráðgjafar- og greiningarstöð

Landsamtökin Þroskahjálp

Geðhjálp

Tryggingastofnun ríkisins

Síðast uppfært 30. október 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?