Fara í efni

Skóla- og frístundaþjónusta

Leiðarljós skóla- og frístundaþjónustu Múlaþings er stuðla farsæld barna og fjölskyldna með faglegu starfi, þar sem áherslan er á forvarnir með það markmiði tryggja farsæld og velferð til framtíðar. Einkunnarorð þjónustunnar eru:

Farsæld - Fagmennska - Forvarnir 

Þjónustan skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi. Veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á, þannig að kennslufræðileg, sálfræðileg,  þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.

Þjónustan skiptist í tvennt

  1. Stuðning við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra.
  2. Stuðningur við skólastarf og starfsfólk skóla.

Starfsemi skóla- og frístundarþjónustuer bundin í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Reglugerðin á stoð í 21. og 22. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum. Einnig samkvæmt 16. gr. laga nr. 38/2018 að sveitarfélög bjóði fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla sbr. 33. gr. grunnskólalaga nr. 91/2018. 

Skóla - frístundaþjónusta Múlaþings sinnir sérfræðilegum stuðningi við grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu skv. reglugerð um hlutverk og markmið skólaþjónustu 2. gr. Jafnframt byggir Skóla- og frístundaþjónusta Múlaþings starfsemi sína á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 ásamt lögum og reglugerðum um forvarnir og frístundir barna og ungmenna. 


Starfsfólk skóla- og frístundaþjónustu Múlaþings

Þjónustan nýtir einnig sérfræðiþjónustu utan að komandi sálfræðinga sem sinna frumgreiningum í skólum Múlaþings, auk annarra sérfræðinga eins og atferlisfræðinga, ef þörf er á.


Þjónustuteymi skóla- og frístundaþjónustu Múlaþings

Skóla- og frístundaþjónustan er hluti af Fjölskyldusviði Múlaþings og starfar í nánu samstarfi við Austurlandslíkanið (ALL). Þessi samvinna miðar að því að leysa úr málum barna og fjölskyldna á farsælan hátt. Þjónustuteymið fer yfir allar tilvísanir sem berast og hittist að jafnaði tvisvar í mánuði. Í teyminu sitja:

  • Ragnhildur Íris Einarsdóttir, kennsluráðgjafi
  • Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir, grunnskólafulltrúi


Verkferlar í leik- og grunnskólum Múlaþings

Verkferlar miða að því að leysa mál barna í vanda á sem skilvirkastan hátt í samvinnu við tengiliði skólans. Mikilvægt er að nýta úrræði, þekkingu og reynslu skólans strax þegar grunur vaknar um vanda hjá nemanda.

Síðast uppfært 11. september 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?