Leiðarljós skóla- og frístundaþjónustu Múlaþings er að stuðla að farsæld barna og fjölskyldna með faglegu starfi, þar sem áherslan er á forvarnir með það að markmiði að tryggja farsæld og velferð til framtíðar. Einkunnarorð þjónustunnar eru:
Farsæld - Fagmennska - Forvarnir
Þjónustan skal beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi. Veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á, þannig að kennslufræðileg, sálfræðileg, þroskafræðileg og félagsfræðileg þekking nýtist sem best í skólastarfi.
Þjónustan skiptist í tvennt
- Stuðning við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra.
- Stuðningur við skólastarf og starfsfólk skóla.
Starfsemi skóla- og frístundarþjónustuer bundin í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Reglugerðin á stoð í 21. og 22. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum. Einnig samkvæmt 16. gr. laga nr. 38/2018 að sveitarfélög bjóði fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla sbr. 33. gr. grunnskólalaga nr. 91/2018.
Skóla - frístundaþjónusta Múlaþings sinnir sérfræðilegum stuðningi við grunn- og leikskóla í sveitarfélaginu skv. reglugerð um hlutverk og markmið skólaþjónustu 2. gr. Jafnframt byggir Skóla- og frístundaþjónusta Múlaþings starfsemi sína á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 ásamt lögum og reglugerðum um forvarnir og frístundir barna og ungmenna.
Starfsfólk skóla- og frístundaþjónustu Múlaþings
- Ragnhildur Íris Einarsdóttir, kennsluráðgjafi, ragnhildur.einarsdottir@mulathing.is
- Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi, marta.wium.hermannsdottir@mulathing.is
- Eyrún Björk Einarsdóttir, talmeinafræðingur, eyrun.einarsdottir@mulathing.is
- Stefanía Malen Stefánsdóttir, grunnskólafulltrúi, stefania.malen.stefansdottir@mulathing.is
- Þóra Björnsdóttir, verkefnastjóri frístunda og forvarna, thora.bjornsdottir@mulathing.is
- Dagný Erla Ómarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála, dagny.erla.omarsdottir@mulathing.is
- Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, sigurbjorg.kristjansdottir@mulathing.is
Þjónustan nýtir einnig sérfræðiþjónustu utan að komandi sálfræðinga sem sinna frumgreiningum í skólum Múlaþings, auk annarra sérfræðinga eins og atferlisfræðinga, ef þörf er á.
Þjónustuteymi skóla- og frístundaþjónustu Múlaþings
Skóla- og frístundaþjónustan er hluti af Fjölskyldusviði Múlaþings og starfar í nánu samstarfi við Austurlandslíkanið (ALL). Þessi samvinna miðar að því að leysa úr málum barna og fjölskyldna á farsælan hátt. Þjónustuteymið fer yfir allar tilvísanir sem berast og hittist að jafnaði tvisvar í mánuði. Í teyminu sitja:
- Ragnhildur Íris Einarsdóttir, kennsluráðgjafi
- Marta Wium Hermannsdóttir, leikskólafulltrúi
- Stefanía Malen Stefánsdóttir, grunnskólafulltrúi
Verkferlar í leik- og grunnskólum Múlaþings
Verkferlar miða að því að leysa mál barna í vanda á sem skilvirkastan hátt í samvinnu við tengiliði skólans. Mikilvægt er að nýta úrræði, þekkingu og reynslu skólans strax þegar grunur vaknar um vanda hjá nemanda.