Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

50. fundur 05. september 2024 kl. 13:00 - 15:35 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri

1.Málefni Brúarásskóla

Málsnúmer 202405035Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru málefni Brúarásskóla, m.a. þau sem fram komu á íbúafundi heimastjórnar í Brúarásskóla sem haldinn var í byrjun maí 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, fræðslustjóri, sem fór yfir úrvinnslu og stöðu mála varðandi málefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 202406163Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar og umræðu 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 19.8.2024 að horft yrði til við gerð fjárfestingaráætlunar 2025.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til umfjöllunar niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru 28. og 29. ágúst og 2. september á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, en fundirnir voru liður í mótun stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.



4.Opinn fundur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202203168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á málum sem voru til umfjöllunar á íbúafundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2023.

Lagt fram til kynningar.

5.Kynning á miðbæ á Egilsstöðum

Málsnúmer 202303219Vakta málsnúmer

Til umræðu er miðbærinn á Egilsstöðum.
Á fundinn undir þessum lið mætti Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri sem fór yfir vinnu sem unnir hefur verið til að kynna tækifæri til uppbyggingar í miðbæ Egilsstaða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að sveitarstjóri mæti á næsta fund heimastjórnar til að fara yfir framvindu verkefnisins um miðbæ á Egilsstöðum sem hópi sem skipaður var á fundi byggðaráðs 3. september 2024 var falið að vinna á fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags í landi Klaustursels á Jökuldal lauk þann 28. ágúst 2024 án athugasemda.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2. september 2024 var eftirfarandi bókun gerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulag fyrir ferðaþjónustu í landi Klaustursels sem auglýst hefur verið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?