Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

51. fundur 06. desember 2024 kl. 11:00 - 14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mættu Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfulltrúi hjá Múlaþingi og Kamma Dögg Gísladóttir, skipulagsráðgjafi hjá Eflu, og fóru yfir vinnu við aðalskipulag og málefni er varða Seyðisfjörð.
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Sigríði Kristjánsdóttur skipulagsfulltrúa og Kömmu Dögg Gísladóttur skipulagsráðgjafa hjá Eflu fyrir góða yfirferð á stöðu mála er varðar vinnslu aðalskipulags. Til umræðu var m.a. íþrótta- og útivistarsvæði og staðsetning tjaldsvæðis. Vinnslutillaga að aðalskipulagi er langt komin og gert er ráð fyrir að hún fari í kynningu í byrjun næsta árs. Haldnir verða íbúafundir í öllum byggðarkjörnum um vinnslutillöguna og þar fá íbúar og aðrir tækifæri til að koma með ábendingar og athugasemdir.

Lagt fram til kynningar

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir og Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 11:05

2.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2025

Málsnúmer 202410232Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar og umsagnar minnisblað um breytingar á
Húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2025.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, 25.11.2024, var ákveðið að vísa málinu til umsagnar hjá heimastjórnum, fjölskylduráði og byggðaráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn felur starfsmanni að vinna áfram að athugasemdum er fram komu á fundinum. Í framhaldinu verður athugsemdum komið á framfæri við umhverfis- og framkvæmdasvið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

4.Hafnargarðurinn Seyðisfirði

Málsnúmer 202411081Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið kom Aðalheiður Borgþórsdóttir atvinnu- og menningarmálastjóri og fór yfir forsögu og stöðu hafnargarðsins. Skoða þarf og móta starfsemi og utanumhald garðsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Aðalheiði Borgþórsdóttir atvinnu- og menningarmálastjóra fyrir góða yfirferð. Í ljósi vaxandi áhuga fyrir stöðuleyfum fyrir starfsemi í hafnargarðinum er ljóst að skipuleggja þarf og móta stefnu um tímabundna starfsemi sem og að finna út hver sér um utanumhald. Máli verður aftur til umfjöllunar á næsta fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar. Starfsmanni falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 12:00

5.Umferðastýring á Seyðisfirði

Málsnúmer 202411166Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis-framkvæmdamálastjóri og fór yfir drög að umferðastýringu í miðbæ Seyðisfjarðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við drög að umferðastýringu á Öldunni.

Samþykkt samhjóða með handauppréttingu.

6.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til júlí 2025

Málsnúmer 202411106Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundardagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til júlí 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur að fundardagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til júlí 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Seyðisfirði

Málsnúmer 202301014Vakta málsnúmer

Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra.

Íbúafundur í Herðubreið. Gaman var að sjá hversu margir mættu á íbúafund heimastjórnar sem haldinn var 25. nóvember sl. Á fundinum var farið yfir hin ýmsu mál og voru m.a. eftirfarandi mál tekin sérstaklega fyrir.

Sveitarstjóri Björn Ingimarsson var fyrstur á dagskrá og fór yfir í grófu máli hvað væri í gangi og fram undan hér Seyðisfirði. Fór hann yfir m.a. ofanflóðavarnirnar, þær ganga vel og allt á áætlun. Seyðisfjarðarhöfn, vinna í gangi með stækkun Strandabakka - Fiskvinnsluhúsið, vinna er enn í gangi með úttekt á húsinu og stefnt er að því að geta verið með upplýsingar um stöðuna á fundi í jan á næsta ári.

Skólinn: Sigurbjörg Hvönn fræðslustjóri fór yfir og sýndi grunnhugmyndir af nýrri skólabyggingu sem áætlað er að fara í útboð næsta haust. Byggingartímabilið verður 2026 og 2027, verklok 2028.

Göngustígurinn að Gufufossi: Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis og framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála. Búið er að hanna göngustíginn að Gufufossi, sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er áætlað útboð í janúar og áætluð lok framkvæmda í október 2025.

Fjarvarmaveitan: Védís Vaka Vignisdóttir verkefnastjóri HEF veitna kynnti fyrir íbúum stöðuna á fjarvarmaveitunni. Kom þar fram að núverandi rekstraraðili veitunnar, RARIK, hefur nú fengið sams konar raforkusamning og Orkubú Vestfjarða, sem var tilkynnt í fréttum í september. Eru það jákvæð teikn til að vinna með a.m.k næstu fjögur árin. Áfram verður litið yfir þær lausnir sem skoðaðar hafa verið svo sem varmadælur. Upplýsingar um jarðhitaleit í firðinum voru ræddar, þar sem komið var inn á að HEF hefur látið leggja mat á það sem áður hefur verið gert og hvort séu vísbendingar sem vert er að skoða. HEF hyggst láta bora prufuholu í þeirri von að finna volgt vatn á varmadælu. Varmadælur sem nýta varma úr vatni (svokallaðar vatn-í-vatn varmadælur) eru töluvert hagstæðari og fylgir þeim minni hávaðamengun. Viðræður eru að hefjast á milli HEF og RARIK um yfirtöku og er stefnt á að þeirri vinnu ljúki núna um áramótin. Litlar breytingar munu þó eiga sér stað fyrst um sinn, en með yfirtökunni mun HEF leita leiða til að styrkja innviði veitunnar, ásamt því að fá sem flesta til að tengjast til að minnka varmatap og finna leiðir til að styrkja íbúa til breytinga innanhúss þar sem þarf.

Samfélagsverkefnið: Ekki tókst að klára verkefnið fyrir veturinn en búið er að gera allt tilbúið þannig að við fyrsta tækifæri þegar frost fer úr jörðu næsta vor fer drykkjarstöðin upp á leiksvæði bæjarins. Mikil seinkun var á tækinu sem ákveðið var að kaupa í hreystilundinn við skólann. Barst tækið bara núna í haust og því náðist ekki setja það upp fyrir veturinn. Tækið sem ákveðið var að kaupa er Air Walker eða stígvél sem á eftir að sóma sér vel í hreystilundinum okkar.

Ný rýmingarkort kynnt: Haldinn var fundur í Herðubreið 3.des sl. á vegum Almannavarna þar sem kynnt var nýtt og uppfært rýmingarkort er verða aðgengileg á kortasjá á heimasíðu sveitarfélagsins. Helsta breytingin er að búið er að taka tillit til breytinga innan þéttbýlisins með nýjum götum og húsum, stækka reitina þannig að lína skerist t.d, ekki í gegnum hús og eru kortin sett fram á stafrænan hátt þar sem mjög auðvelt verður að sjá og skoða. Mun þetta einfalda skipulag og vinnu viðbragðsaðila til muna ef til rýminga kemur. Búið er að sameina rýmingarkort fyrir aurflóð og snjóflóð í eitt kort en mismunur verður á hvað verður rýmt eftir tegundum flóða. Hvetjum við alla til að fara inn á heimasíðu Múlaþings, fara í kortasjána og skoða þessa frábæru vinnu sem átt hefur sér stað.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?