Fara í efni

Menningarstyrkir

#English below

Byggðaráð auglýsir styrki til menningarstarfsemi tvisvar á ári til að efla menningarlíf í sveitarfélaginu. Fyrri úthlutun er auglýst í nóvember og úthlutað er eigi síðar en í lok janúar. Seinni úthlutun er auglýst í ágúst og úthlutað eigi síðar en í lok september. Sótt er um á Mínum síðum sveitarfélagsins og umsóknarfrestur er að lágmarki þrjár vikur. Nánari upplýsingar um úthlutanir er að finna í auglýsingu hverju sinni.

Styrkir eru veittir til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar liststarfsemi eða -verkefna.

Faghópur fer yfir umsóknirnar og gerir tillögu um úthlutun til byggðarráðs. Faghópurinn er skipaður fulltrúa úr byggðarráði, fjölskylduráði og ungmennaráði ásamt atvinnu- og menningarstjóra og verkefnastjóra menningarmála.

Úthlutun á menningarstyrkjum fer eftir reglum um menningarstyrki Múlaþings og einnig er horft til menningarstefnu Múlaþings og aðgerðaráætlunar.

Við mat á umsóknum um menningarstyrki eru eftirfarandi matsviðmið notuð.

  0 stig 5 stig 10 stig
Verklýsing Umsókn uppfyllir ekki lágmarkskröfur Umsóknin uppfyllir lágmarkskröfur og verkefnalýsing er ásættanleg Umsókn er vel unnin, skýr og greinagóð lýsing á verkefni.
Fjármögnun Áætlun um fjármögnun er óskýr og ótrúverðug Áætlun um fjármögnun er skýr en ótrúverðug. Áætlun um fjármögnun er skýr og trúverðug.
Kostnaður Kostnaðaráætlun er óskýr og óraunhæf Kostnaðaráætlun er skýr en óraunhæf. Kostnaðaráætlun er skýr og raunhæf.
Tímalína Verk- og tímáætlun er ekki fullnægjandi Framkvæmd verkefnis áætluð innan árs frá úthlutun en verkáætlun ekki skýr. Tíma- og verkáætlun er góð og áætluð framkvæmd innan árs frá úthlutun.
Staðsetning Verkefnið fer ekki fram innan Múlaþings og umsækjandi hefur enga tengingu við Múlaþing Verkefnið fer fram innan Múlaþings en umsækjandi býr ekki í Múlaþingi eða hefur sterka tenginu við Múlaþing. Verkefnið fer fram innan Múlaþings og umsækjandi býr í Múlaþingi og/eða hefur sterka tengingu við Múlaþing.
Áhrif Verkefnið hefur lítil samfélagsleg áhrif varðandi menningu og virði þess fyrir samfélagið er óljóst Nokkrar líkur eru á jákvæðum samfélagslegum áhrifum hvarð varðar menningur og verkefnið hefur virði fyrir samfélagið. Verkefnið takmarkast við ákveðið svæði. Miklar líkur á jákvæðum samfélagslegum áhrifum hvað varðar menningu. Verkefnið er verðmætt fyrir samfélagið. Verkefnið nær yfir allt Múlaþing eða stóran hluta þess.
Hæfni Þekkingu og reynslu umsækjanda er ekki lýst á þann hátt að það styðji við að verkefnið verði unnið á fullnægjandi hátt. Þekkingu og reynslu umsækjanda er lýst þannig í umsókn að líkur eru á að umsækjandi geti framkvæmt verkefnið á fullnægjandi hátt. Þekkingu og reynslu umsækjanda er lýst á þann hátt í umsókninni að líklegt þykir að umsækjandi geti framkvæmt verkefnið á sannfærandi og fullnægjandi hátt.
Líkur Litlar líkur eru á að verkefnið nái fram að ganga. Umsókn uppfyllir ekki matsviðmið á sannfærandi hátt. Framkvæmd og afrakstur verkefnisins er óljós eða ákveðnir þættir ekki skilgreindir. Líkur eru á að verkefnið nái fram að ganga og ætlaður árangur náist. Umsóknir uppfyllir hluta matsviðmiða á sannfærandi hátt. Framkvæmd og afrakstur verkefnis er nokkuð skýr en ákveðnir þættir ekki skilgreindir á fullnægjandi hátt. Miklar líkur eru á að verkefnið nái fram að ganga eins og því er lýst í umsókn. Umsókn er trúverðug og uppfyllir matviðmið á sannfærandi hátt. Framkvæmd og afrakstur verkefnis er skýr.
Menning Listrænt og menningarlegt gildi verkefnisisns er takmarkað. Verkefnið skortir faglega nálgun, heildarsýn eða faglegt samhengi. Verkefnið hefur takmörkuð menningarleg áhrif í för með sér. Verkefnið skapar engin störf á sviði menningar. Listrænt og menningarlegt gildi verkefnisins er nokkuð. Verkefnið hefur faglega nálgun, heildarsýn eða faglegt samhengi. Verkefnið hefur nokkur menningarleg áhrif í för með sér og/eða hefur fræðslugildi á afmörkuðu svæði. Verkefnið skapar takmörkuð störf á sviði menningar. Listrænt og menningarlegt gildi verkefnisins er mikið. Verkefnið hefur mikla faglega nálgun, skýra heildarsýn eða sterkt faglegt samhengi. Verkefnið hefur mikil menningarleg áhrif í för með sér og/eða fræðslugildi á stærra svæði í Múlaþingi eða öllu Múlaþingi. Verkefnið skapar störf á sviði menningar.

Cultural grants

Múlaþing Executive Board provides cultural grants to individuals, groups, businesses, institutions and social organizations in relation to general art activities and projects. The first allocation is announced in November with an allocation no later than the end of January. The second allocation is announced in August with allocation no later than the end of September. To apply please use the municipality Resident Portal (Mínar síður), and log in with Electronic ID. The application deadline is a minimum of three weeks. 

The grants are intended for individuals, groups, associations, companies and institutions for artistic activities, events, or projects.

A professional group reviews the applications and makes a proposal for allocation to the regional council. The group consists of representatives from from the regional council, the family council and the youth council together with the employment and culture manager and the cultural affairs project manager.

The allocation of cultural grants is based on the rules for Múlaþing's cultural grants and Múlaþing's cultural policy and action plan are also considered.

When evaluating applications for cultural grants, the following evaluation criteria is used.

  0 points 5 points 10 points
Project description The application does not meet minimum requirements. The application meets the minimum requirements and the project description is acceptable. The application is well prepared and the description of the project is clear and concise.
Funding The funding plan is unclear and unrealistic. The funding plan is clear but unrealistic. The funding plan is clear and realistic.
Cost The budget is unclear and unrealistic. The budget is clear but unrealistic. The budget is clear and realistic.
Timeline The work and time plan is not satisfactory. Implementation of the project is scheduled within a year from the allocation, but the work plan is not clear. The time and work plan is good and the project is expected to be implemented within a year from the allocation.
Location The project does not take place within Múlaþing and the applicant has no connection to Múlaþing. The project takes place within Múlaþing, but the applicant does not live in Múlaþing nor have a strong connection to Múlaþing. The project takes place within Múlaþing and the applicant lives in Múlaþing and/or has a strong connection to Múlaþing.
Effects The project has little social impact regarding culture and its value to society is unclear. There is some likelihood of a positive social impact regarding culture and the project has value for the society. The project is limited to a specific area in Múlaþing. High probability of positive social impact regarding culture. The project is valuable for the society. The project covers all of Múlaþing or a large part of it.

Ability
The applicant's knowledge and experience are not described in such a way that it supports the project to be carried out satisfactorily. The applicant's knowledge and experience are described in such a way that the applicant is likely to be able to carry out the project satisfactorily. The applicant's knowledge and experience are described in such a way that it is likely that the applicant can carry out the project convincingly and satisfactorily.

Probability
There is little chance that the project will succeed. The application does not convincingly meet the assessment criteria. The implementation and results of the project are unclear or certain aspects are not defined. There is a chance that the project will go ahead and the intended results will be achieved. The applications convincingly meets some of the assessment criteria. The implementation and results of the project are quite clear, but certain aspects are not defined adequately. There is a high probability that the project will go ahead as described in the application. The application is credible and meets the assessment criteria convincingly. The implementation and results of the project are clear.
Culture The artistic and cultural value of the project is limited. The project lacks a professional approach, overall vision or professional context. The project has limited cultural impact. The project does not create any jobs in the field of culture. The artistic and cultural value of the project is considerable. The project has a professional approach, overall vision or professional context. The project has some cultural impact and/or has educational value in a defined area. The project creates limited jobs in the field of culture. The artistic and cultural value of the project is great. The project has a strong professional approach, a clear overall vision or a strong professional context. The project has a great cultural impact and/or educational value in a larger area of ​​Múlaþing or all of Múlaþing. The project creates jobs in the field of culture.
Síðast uppfært 09. desember 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?