Fara í efni

Tónlistarskólar

Tónlistarskólar sveitarfélagsins eru fimm.  Nemendur grunnskólanna sækja margir hverjir tónlistarnám á skólatíma grunnskólanna.  Hlutverk tónlistarskólanna er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Upplýsingar um innritun og nám er hjá skólastjóra í viðkomandi tónlistaskóla.

Tónskóli Djúpavogs

Tónskóli Djúpavogs er til húsa í Löngubúð og er hann samrekinn Djúpavogsskóla. Misjafnt er á milli ára hvernig fyrirkomulag tónlistarkennslu er og fer það eftir framboði kennara og eftirspurn nemenda hverju sinni. Hópatímar og einkatímar hafa verið í boði fyrir nemendur og einnig hefur verið boðið upp á tónlistarsmiðjur í staðinn fyrir samfellt nám. Mikil samvinna er milli grunn- og tónskólans og á hverju ári er settur upp söngleikur þar sem allir nemendur grunnskólans taka þátt með aðstoð frá nemendum og starfsfólki tónskólans. 

Langabúð
765 Djúpivogur
Sími: 470 0570
Netfang: skolastjori@djupivogur.is 

Tónlistarskólinn Egilsstöðum

Tónlistarskólinn á Egilsstöðum er staðsettur í húsnæði Egilsstaðaskóla og þar fer mest öll kennsla fram. Í skólanum er boðið upp á grunnnám, miðnám og framhaldsnám á hljóðfæri og í söng ásamt tónfræðagreinum og hefur skólinn útskrifað nemendur með framhaldspróf. Kennt er á fjölbreytt úrval hljóðfæra; tréblásturs-, málmblásturs-, strengja-, hljómborðs-, og ásláttarhljóðfæri. Forskóli er einnig í boði fyrir yngstu nemendurnar sem byggist upp á hóptímum og þar fer fram alhliða tónlistarþjálfun áður en nemendur velja sér hljóðfæri.

Sjá nánar á heimasíðu Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Tjarnarlönd 11
700 Egilsstaðir
Sími: 470 0570
Netfang:tonlistarskoli@egilsstadir.is

Tónlistarskólinn Fellabæ

Tónlistarskólinn í Fellabæ er til húsa á efstu hæð í húsnæði Fellaskóla og þar fer mest öll kennsla fram. Nemendur skólans eru á ýmsum aldri en nemendur að 23 ára aldri sitja ávalt fyrir um inngöngu í skólann. Kennt er á öll helstu hljóðfæri, rythmískur- og klassískur söngur kenndur og einnig eru sönghópar í boði fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi grunnskólans. Tónfræði, tónheyrn og tónlistarsaga eru einnig fylgigreinar fyrir alla nemendur markviss tónlistarnáms og geta nemendur hafið tónfræðinám á aldrinum 10 – 12 ára.

Sjá nánar á heimasiðu Tónlistarskólans í Fellabæ

Einhleypingi 2
700 Egilsstaðir
Sími: 470 0646
Netfang: drifa.sigurdardottir@mulathing.is 

Tónlistarskóli Norðurhéraðs

Tónlistarskóli Norðurhéraðs er staðsettur í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð og er rekinn í nánu samstarf við skólann. Kennt er á trommur, píano, hljómborð, ukulele, gítar og bassa og einnig er söngnám í boði. Rík áhersla er lögð á samspil, spilagleði og þjálfun í að koma fram opinberlega.

Brúarásskóla
701 Egilsstaðir
Sími: 892 5914
Netfang: nordurtonlist@gmail.com

Listadeild Seyðisfjarðarskóla

Tónlistarskólinn varð hluti af Listadeild Seyðisfjarðarskóla árið 2016 og er mikið samstarf á milli deilda skólans. Kennt er í list- og verkgreinahúsi Seyðisfjarðarskóla, Rauða skóla. Kennt er á flest hljóðfæri. Vinsælast er að læra söng, á píanó, gítar og blásturshljóðfæri. Flestir nemendur á grunnskólaaldri sækja hljóðfæratímana á skólatíma. Fyrir utan hefðbundna kennslu er kennt í lotum og í fjarnámi. Það eykur möguleikana á fjölbreyttu námsframboði við skólann. Einnig aðstoða kennarar við tónlistarskólann grunnskólanemendur á unglingastigi í valgreinum, t. d. í tónsmíðum.

Sjá nánar á heimasiðu Listadeildar Seyðisfjarðarskóla

Rauði skóli við Skólaveg
710 Seyðisfjörður
Sími: 470 2326
Netfang: vigdisklara@skolar.sfk.is 

Síðast uppfært 18. september 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?