Fara í efni

Bjarkartún

Mynd af leikskólanum Bjarkartún

Bjarkatún er tveggja deilda leikskóli á Djúpavogi, með pláss fyrir 28 börn frá eins árs til sex ára. Gott útisvæði er fyrir börnin auk þess sem leikskólinn er staðsettur í mikilli nálægð við ósnortna náttúru.

Leikskólinn var stofnaður sumarið 1982 þá sem sumarskóli í húsi grunnskólans. Árið 1986 varð hann síðan heilsársskóli, og hefur verið í ýmsu húsnæði frá stofnun. Leikskólinn flutti í núverandi húsnæði í október 2005.

Hammersminni 15b,
Sími: 470 8715
gudrun.sigurdardottir@mulathing.is

Skóladagatal

Hugmyndafræði

Leikskólinn Bjarkatún vinnur eftir hugmyndafræði Cittaslow, Grænfánans og Uppeldi til ábyrgðar.

Cittaslow hugmyndafræðin er þróunarverkefni sem leikskólinn Bjarkatún og Djúpavogsskóli tóku þátt í í samstarfi við þrjá skóla í Orvieto á Ítalíu. Þróunarverkefnið byrjaði haustið 2016 og var til tveggja ára. Hér er hægt að lesa nánar um Cittaslow.

Leikskólinn Bjarkatún flaggaði Grænfánanum í fimmta sinn í október 2022. Unnið er markvisst starf í tengslum við skrefin sjö sem landvernd hefur sett. Umhverfisráð er starfandi í leikskólanum og er kosið í ráðið á haustin. Í ráðinu eru tveir fulltrúar starfsfólks, einn fulltrú foreldra auk nemenda af Kríudeild. Hér er hægt að lesa nánar um Grænfána verkefnið hjá Landvernd

Uppeldi til ábyrgðar stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Uppbygging hvetur hvern og einn til að taka ábyrgð á eigin orðum og hegðun, þetta er aðferð í samskiptum og að ná innra jafnvægi og styrk. Hér er hægt að lesa nánar um Uppeldi til ábyrgðar.

Áætlanir og mat

Starfsáætlun

Skólanámskrá

Læsisáætlun

Ytra mat

Úrbótaáætlun

Deildir

Krummadeild er með 1 og 3 ára börn

Kríudeild er með 3 til 5 ára börn

Tjaldadeild elstu nemendurnir

Starfsfólk

Leikskólastjóri: Guðrún Sigríður Sigurðardóttir

Sérkennslustjóri: Hugrún Malmquist Jónsdóttir

Deildarstjóri Kríudeild: Ragnhildur Kristjánsdóttir

Deildarstjóri Krummadeild: Steinunn Þórarinsdóttir

Deildarstjóri Tjaldadeild: Svala Bryndís Hjaltadóttir

Foreldraráð

Jóhanna S. Reykjalín Ragnarsdóttir

Eygló Valdimarsdóttir

Helga Rún Guðjónsdóttir

Síðast uppfært 19. ágúst 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?