Ellefu fulltrúar og ellefu til vara skipaðir af grunn- og framhaldsskólum innan sveitarfélagsins ásamt fulltrúum frá félagasamtökum eins og tilgreint er í erindisbréfi ungmennaráðs.
Helsta markmið og hlutverk ungmennaráðs er
- að koma skoðunum og tillögum ungs fólks til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins,
- að gæta hagsmuna ungs fólks t.d. með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega,
- að undirbúa árlegt þing ungs fólks í samstarfi við viðeigandi stofnanir og deildastjóra,
- að fulltrúar ráðsins þjálfist í lýðræðislegum vinnubrögðum og læri á stjórnkerfi sveitarfélagsins,
- að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í rekstri félagsmiðstöðva sveitarfélagsins,
- að efla tengsl nemenda framhaldsskóla sveitarfélagsins og Múlaþings með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda framhaldsskólanna um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
- að efla tengsl nemenda grunnskóla sveitarfélagsins og Múlaþings með því að standa fyrir umræðu innan vettvangs nemenda hvers grunnskóla um þau mál er til hagsbóta geta verið fyrir ungt fólk,
- gera tillögur til sveitarstjórnar um stefnumörkun um málefni ungs fólks
Erindisbréf
Fundargerðir
Nafn |
Staða |
Netfang |
Ungmennaráð
|
Aron Bergur Hjaltason
|
Ágúst Bragi Daðason
|
Bergþóra Thea Birgisdóttir
|
Birgir Steinn Halldórsson Waren
|
Bríet Eva Ágústsdóttir
|
Egill Freyr Ólafsson
|
Helgi Sævar Steingrímsson
|
Ína Berglind Guðmundsdóttir
|
Jóhann Smári Kjartansson
|
Marija Eva Kruze Unnarsdóttir
|