Fara í efni

Hádegishöfði

Leikskólastarf á Hádegishöfða hófst 1. október 1987. Nafn sitt dregur hann af samnefndum klettahöfða suður af eldra  húsnæði skólans við Lagarfell 15, sem er fornt eyktarmark. Leikskólinn er mjög vel staðsettur með grunnskólann, tónlistarskólann, íþróttaaðstöðuna í fjölnotasalnum og gervigrasvöllinn í næsta nágrenni. Gott samstarf er við allar þessar stofnanir. Í október 2022 flutti leikskólinn af Lagarfellinu í nýtt og glæsilegt húsnæði að Fellabrún 9.

Hádegishöfði er þriggja deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Leikskólinn starfar í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Lögð er áhersla á lýðræði í vinnubrögðum, takmarkalaust traust auk virðingar fyrir börnum og getu þeirra til að afla sér þekkingar og reynslu á eigin forsendum.

Á Hádegishöfða er einnig sérstök áhersla á umhverfismennt og skapandi starf auk markvissrar dygðakennslu. Hádegishöfði flaggar Grænfána Landverndar. Megináherslur í daglegu starfi eru að efla sjálfstæði, gleði og sköpun nemenda sem og virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum.

Heimilisfang: Fellabrún 9, 700 Egilsstaðir
Sími: 470 0670
Netfang: hadegishofdi@mulathing.is

Opnunartími: 7:45 – 16:15

Skóladagatal

Stjórnendur skólans 

Skólastóri. Guðmunda Vala Jónasdóttir, vala.jonasdottir@mulathing.is

Aðstoðarskólastjóri. Kolbrún Nanna Magnúsdóttir, kolbrun.magnusdottir@mulathing.is  

Sérkennslustjóri og tengiliður farsældar í þágu barna. Anna Heiðdal Þórhallsdóttir,  anna.heiddal@mulathing.is

Deildarstjóri Stekk. Jarþrúður Hólmdís Júlíusdóttir, jarthrudur.juliusdottir@mulathing.is  

Deildarstjóri Sel. Ólöf Ósk Einarsdóttir, olof.einarsdottir@mulathing.is

Deildarstjóri Hagi. Sigríður Alda Ómarsdóttir, sigridur.omarsdottir@mulathing.is

Deildir 

Stekkur á deildinni eru eins og tveggja ára börn. Beinn sími: 470 0673.

Sel á deildinni eru tveggja og þriggja ára börn.  Beinn sími: 470 0672

Hagi á  deildinni eru fjögurra og fimm ára börn.  Beinn sími: 470 0671

Hugmyndafræði 

Leiðarljós Hádegishöfða er "Menntun hugans án menntunar hjartans er alls engin menntun" þessi orð Aristótelesar vísa til mikilvægi þess að við menntum okkur í að verða bæði góðar og fróðar manneskjur.

Hugmyndafræðilegur grunnur skólastarfs á Hádegishöfða er meðal annars sóttur í heimspeki Reggio Emilia skólastarfs og hugmynda Loris Malaguzzi upphafsmanns þess starfs. Eins er horft til kenninga John Dewey varðandi skólastarf og lýðræði sem og lýðræðisvitund. Albert Bandura hefur fjallað um mikilvægi þess að efla trú einstaklinga á eigin getu og er það eitt af því sem við horfum til í okkar skólastarfi.

Á Hádegishöfða er áhersla á umhverfismennt og skapandi starf auk markvissrar dygðakennslu. Hádegishöfði flaggar grænfána Landverndar.

Vellíðan barna er mikilvæg forsenda náms, á Hádegishöfða er afar gott námsumhverfi sem gefur aukin tækifæri til að mæta ólíkum þörfum einstaklinga bæði hvað varðar rými og fjölbreyttari nálganir.

Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er þungamiðja alls leikskólastarfs á Hádegishöfða. Hann er megin námsleið barns lífstjáning þess og órjúfanlegur hluti bernskunnar. Rannsóknir sýna að í leik læri börn fjölbreytta færni sem er mikilvæg varðandi frekara nám þeirra á 21. öldinni. Þau eru meðal annars að auka félagslega færni sína, gagnrýna og skapandi hugsun, skapa þekkingu, æfa fjölbreytt hlutverk og þær athafir sem fylgja hverju hlutverki. Þannig læra börn að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og auka skilning sinn á heiminum í kringum sig. 

Áætlanir og mat

Foreldrasamstarf

Foreldraráð

Hlutverk foreldraráðs er að fjalla um og gefa umsögn til leikskólans um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi. Foreldraráð setur sér starfsreglur og starfar það samkvæmt lögum  um leikskóla frá 2008

Kosið er í foreldraráð en í því sitja að lágmarki þrír foreldrar, kosning skal fara fram í september ár hvert og kosið er til eins árs í senn. Leikskólastjóri hefur frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráð Hádegishöfða veturinn 2024-2025 sitja:

    • Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastóri vala.jonasdottir@mulathing.is
    • Kristján Ketill Stefánsson 
    • Soffía S. Jónasdóttir
    • Valdís Rögnvaldsdóttir
    • Elíza Lífdís Óskarsdóttir til vara 

Foreldrafélag

Foreldrafélag er starfrækt við skólann. Markmið foreldrafélaga er að efla tengsl forráðamanna við starf skólanna og tryggja velferð barnanna sem best. Allir forráðamenn verða sjálfkrafa félagar um leið og nemendur hefja skólagöngu sína.

Foreldrafélagsgjald er kr. 500.- á mánuði á heimili og er innheimt með skólagjöldum.

Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn í september.

Stjórn Foreldrafélags Hádegishöfða er kosin á aðalfundi félagsins ár hvert, það skipa þrír foreldrar og einn til vara. Veturinn 2024-2025 skipa ráðið:

    • Steinunn Jóhannesdóttir
    • Alexandra Kristjánsdóttir
    • Kristrún Elva Sesseljudóttir.
    • Helga Rut Jóhannesdóttir til vara 
Síðast uppfært 05. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd