Foreldraráð
Stjórn foreldraráðs skólaárið 2024-2025
- Hólmfríður Rut Einarsdóttir formaður
- Arnar Úlfarsson ritari
- Friðrik Bjartur Magnússon meðstjórnandi
Netfang foreldraráðs: foreldrarad.tjarnarskogar@mulathing.is
Samkvæmt lögum um leikskóla (Lög um leikskóla nr. 90/2008) skal starfa foreldraráð við hvern leikskóla, í 11 grein laganna segir:
11. gr. Foreldraráð.
Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fyrir september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.
Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.
Foreldrafélag
Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2024-2025 sitja:
- Guðbjörg Aðalsteinsdóttir formaður
- Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir gjaldkeri
- Guðrún Svanhvít S. Michelsen ritari
- Guðlaug Margrét Jóhannsdóttir meðstjórnandi
- Erna Guðrún Þorsteinsdóttir meðstjórnandi
- Unnur Arna Borgþórsdóttir meðstjórnandi
- Lilja Rut Arnardóttir varamaður
Samþykktir fyrir Foreldrafélag Tjarnarskógar
1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Tjarnarskógar, kt. 470207-2210. Varnarþing félagsins er á Fljótsdalshéraði.
Foreldrar verða sjálfkrafa meðlimir í félaginu um leið og barnið byrjar í öðrum hvorum leikskólanna. Félagsgjald er innheimt með leikskólagjaldi mánaðarlega og skal upphæðin ákveðin á aðalfundi félagsins.
2. gr.
Tilgangur og markmið félagsins eru:
- Að vernda hagsmuni barnanna og tryggja sem best velferð þeirra í leikskólanum.
- Að virkja foreldra til samvinnu við leikskólann.
- Að efla áhrif foreldra við ákvarðanatöku varðandi rekstur og framkvæmdir við leikskólann.
- Að stuðla að ánægjuleri og tilbreytingarríkri leikskóladvöl barnanna með skipulagningu viðburða tengdum leikskólastarfinu.
3. gr.
Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi sem haldinn er fyrir 15. október ár hvert. Stjórnin er skipuð 5 foreldrum þar sem þrír eru kosnir á aðalfundi en tveir sitja áfram úr fráfarandi stjórn. Við kosningu stjórnar skal þess gætt að í stjórn sitji foreldrar að minnsta kosti tveggja barna frá hvorum leikskóla.
Kosnir skulu tveir varamenn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.
Á aðalfundi skal kynnt starfsemi félagsins sl. ár og reikningar þess bornir undir atkvæði.
4. gr.
Stjórn skal halda reglulega fundi sem opnir eru öllum foreldrum.
5. gr.
Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn skriflega a.m.k. 5 dögum fyrir aðalfund.
6. gr.
Foreldrafélagið skal standa fyrir a.m.k. einni skemmtun og ferðalagi á hverju ári.
Þá skal foreldrafélagið hafa það að markmiði að gefa út fréttabréf og/eða miðla upplýsingum um starfsemi félagsins á heimasíðu leikskólans.
7. gr.
Foreldrafélagið skal útnefna fulltrúa sinn sem áheyrnarfulltrúa til setu funda fræðslunefndar Fljótsdalshéraðs.
8. gr.
Félaginu má slíta komi fram tillaga þess efnis á aðalfundi og hún fær samþykki 2/3 fundarmanna. Eignir félagsins ef einhverjar eru skal ráðstafað til Fljótsdalshéraðs, með skilyrði um að þær verði nýttar í þágu leikskólastarfs á Skógarlandi og Tjarnarlandi.
9. gr.
Samþykkt þessi var samþykkt á aðalfundi Foreldrafélags Tjarnarlands 15. október 2007, og öðlast lögin gildi nú þegar enda var hún einnig samþykkt af Foreldrafélagi leikskólans Skógarlands þann 2. október sl.