Fara í efni

Tjarnarskógur

Tjarnarskógur er níu deilda leikskóli á tveimur starfstöðvum með um 160 nemendur á aldrinum eins til sex ára. Á Skógarlandi eru nemendur á aldrinum eins til fjögurra ára og á Tjarnarlandi eru nemendur á aldrinum fjögurra til sex ára.

Leikskólinn varð til við sameiningu leikskólanna Skógarlands og Tjarnarlands í ágúst 2012. Heiti skólans var fengið með nafnasamkeppni og bárust fjöldamargar tillögur en það kom í hlut fræðslunefndar að velja úr þeim og fékk Tjarnarskógur flest atkvæði.

Skógarland
Heimilisfang: Skógarlönd 5 –7, 700 Egilsstöðum
Beinn sími: 470 0660
Netfang: tjarnarskogur@mulathing.is

Tjarnarland
Heimilisfang: Tjarnarlönd 10 – 12, 700 Egilsstöðum
Beinn sími: 470 0650

Skóladagatal

Stjórnendur skólans

Skólastjóri. Sigríður Herdís Pálsdóttir, sigridur.palsdottir@mulathing.is.

Aðstoðarskólastjóri á Skógarlandi og tengiliður farsældar í þágu barna. Rósa Dóra Sigurðardóttir, rosa.sigurdardottir@mulathing.is

Aðstoðarskólastjóri á Tjarnarlandi. Heiðdís Ragnardóttir, heiddis.ragnarsdottir@mulathing.is

Sérkennslustjóri og tengiliður í þágu farsældar barna. Sóley Orradóttir, soley.orradottir@mulathing.is

Deildarstjóri Lyng. Vigdís Eir Jónsdóttir, vigdis.jonsdottir@mulathing.is

Deildarstjóri Lauf. Sigrún Hanna Klausen, sigrun.klausen@mulathing.is

Deildarstjóri Barr. Dagbjört Lilja Björnsdóttir, dagbjort.bjornsdottir@mulathing.is

Deildarstjóri Kjarr. Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir, adalheidur.helgadottir@mulathing.is

Deildarstjóri Rjóður. Berglind Hönnudóttir, berglind.hönnudottir@mulathing.is

Deildarstjóri Lundur. Soffía Björk Björnsdóttir, soffia.bjornsdottir@mulathing.is

Deildarstjóri Hamrabær. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, gudrun.fridbertsdottir@mulathing.is

deildarstjóri Tjarnarbær, Nína Midjord Erlendsdóttir, nina.erlendsdottir@mulathing.is

Deildarstjóri Skógarbær. Heiðdís Ragnarsdóttir, heiddis.ragnarsdottir@mulathing.is

Deildir

Skógarland yngri álma

Lyng á deildinni eru eins og tveggja ára börn. Beint símanúmer er 854-7665.

Lauf á deildinni eru eins og tveggja ára börn. Beint símanúmer er 854-7664.

Barr á deildinni eru eins og tveggja ára börn. Beint símanúmer er 854-7661

Skógarland – eldri álma

Kjarr á deildinni eru þriggja og fjögurra ára börn. Beint símanúmer er 854-7658.

Rjóður á deildinni eru þriggja og fjögurra ára börn. Beint símanúmer er 854-7659.

Lundur á deildinni eru þriggja og fjögurra ára börn. Beint símanúmer er 854-7662.

Tjarnarland

Hamrabær á deildinni eru fjögurra og sex ára börn. Beint númer er 897-0651

Tjarnarbær á deildinni eru fjögurra og sex ára börn. Beint númer er 898-0652

Skógarbær á deildinni eru fjögurra og sex ára börn. Beint símanúmer er 893-5633

Hugmyndafræði

Uppbyggingarstefnan - Uppeldi til ábyrgðar

Í Tjarnarskógi er unnið eftir hugmyndafræði Uppbyggingar, Uppeldi til ábyrgðar, sem ætlað er að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn hjá einstaklingum. Stefnan byggir á að aðstoða börn við að ræða um tilfinningar sínar og að átta sig á grunnþörfum sínum. Uppeldi til ábyrgðar styrkir einstaklinga í því að læra af mistökum sínum.

Stefnan byggir á:

    • Jákvæðum og uppbyggjandi samskiptum og gagnkvæmri virðingu
    • Ábyrgð hvers og eins á eigin hegðun (við getum stjórnað okkur, ekki öðrum)
    • Að það er í lagi að gera mistök en mikilvægt að læra af þeim
    • Að finna leiðir til að uppfylla þarfir sínar á jákvæðan hátt án þess að það komi niður á öðrum sem eru í kringum mann

Stefnan hjálpar til við að:

    • Skilja eigin hegðun
    • Læra að jafna ágreining
    • Leiðrétta eigin mistök og læra af þeim
    • Sættast við aðra
    • Komast fljótt í jafnvægi ef einstaklingur missir stjórn á sér

Samkvæmt uppbyggingarstefnunni hafa einstaklingar fimm grunnþarfir, öryggi - gleði – tilheyra - áhrif - frelsi. Flestir hafa fleiri en eina ríkjandi þörf og það hafa börnin líka, þótt ung séu. Öll hegðun hefur tilgang en þegar við þekkjum þarfir okkar leitum við leiða til að uppfylla þær sem best án þess að ganga á þarfir annarra.

Nánari upplýsingar um stefnuna á www.uppbygging.is

Fjölgreindarkenningar Howards Gardners 

Í Tjarnarskógi er einnig starfað í anda fjölgreindarkenningar Howards Gardners og er unnið í fjórum lotum yfir árið, tvær greindir í einu. Boðið er upp á fjölbreytt námstækifæri, margvíslegar námsleiðir og takmarkalausan efnivið til þess að allir nemendur finni sér viðfangsefni við hæfi.

 

Greindirnar átta eru:

    • Málgreind er hæfileikinn til að vinna með tungumál.
    • Rök- og stærðfræðigreind er hæfileikinn til óhlutbundinnar hugsunar, rökhugsunar og að vinna með tölur og mynstur.
    • Rýmisgreind er hæfileikinn til sjón- og rúmskynjunar.
    • Líkams- og hreyfigreind er hreyfigeta og færni til líkamstjáningar.
    • Tónlistargreind er hæfileikinn til að vinna með, meta og skapa tónlist.
    • Samskiptagreind er hæfileikinn til að hafa samskipti við og skilja aðra, svo sem að ráða í látbragð þeirra og raddblæ.
    • Sjálfsþekkingargreind er þekking á sjálfum sér. Sem og að þekkja styrk sinn og veikleika, tilfinningar sínar, hugsanir og langanir, og hæfni til að nýta þessa þekkingu sér til framdráttar.
    • Umhverfisgreind er hæfileikinn til að greina og meta hluti í náttúrunni.

ART þjálfun

Elstu nemendum í Tjarnarskógi er boðið upp á ART þjálfun. ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og er fastmótað uppeldisfræðilegt þjálfunarmódel sem hefur það að markmiði að fyrirbyggja óæskilega hegðun og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegðunarvanda.

Í ART er unnið með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisvitund þátttakenda. Með því að vinna með þessa þrjá þætti samhliða næst betri og varanlegri árangur heldur en ef aðeins væri unnið með einn þátt í einu. Þessir þættir eru meðal annars þjálfaðir með sýnikennslu, hlutverkaleik, jákvæðri styrkingu, æfingum og umræðum. Hægt er að kynna sér nánar inn á www.isart.is.

Áætlanir og mat

Foreldrasamstarf

Foreldraráð

Stjórn foreldraráðs skólaárið 2024-2025

  • Hólmfríður Rut Einarsdóttir formaður
  • Arnar Úlfarsson ritari
  • Friðrik Bjartur Magnússon meðstjórnandi

Netfang foreldraráðs: foreldrarad.tjarnarskogar@mulathing.is

Samkvæmt lögum um leikskóla (Lög um leikskóla nr. 90/2008) skal starfa foreldraráð við hvern leikskóla, í 11 grein laganna segir:

 

11. gr. Foreldraráð.

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fyrir september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.

 Foreldrafélag

Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2024-2025 sitja:

  • Guðbjörg Aðalsteinsdóttir formaður
  • Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir gjaldkeri
  • Guðrún Svanhvít S. Michelsen ritari
  • Guðlaug Margrét Jóhannsdóttir meðstjórnandi
  • Erna Guðrún Þorsteinsdóttir meðstjórnandi
  • Unnur Arna Borgþórsdóttir meðstjórnandi
  • Lilja Rut Arnardóttir varamaður

Samþykktir fyrir Foreldrafélag Tjarnarskógar

1. gr.

Félagið heitir Foreldrafélag Tjarnarskógar, kt. 470207-2210. Varnarþing félagsins er á Fljótsdalshéraði.

Foreldrar verða sjálfkrafa meðlimir í félaginu um leið og barnið byrjar í öðrum hvorum leikskólanna. Félagsgjald er innheimt með leikskólagjaldi mánaðarlega og skal upphæðin ákveðin á aðalfundi félagsins.

2. gr.

Tilgangur og markmið félagsins eru:

  • Að vernda hagsmuni barnanna og tryggja sem best velferð þeirra í leikskólanum.
  • Að virkja foreldra til samvinnu við leikskólann.
  • Að efla áhrif foreldra við ákvarðanatöku varðandi rekstur og framkvæmdir við leikskólann.
  • Að stuðla að ánægjuleri og tilbreytingarríkri leikskóladvöl barnanna með skipulagningu viðburða tengdum leikskólastarfinu.

3. gr.

Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi sem haldinn er fyrir 15. október ár hvert. Stjórnin er skipuð 5 foreldrum þar sem þrír eru kosnir á aðalfundi en tveir sitja áfram úr fráfarandi stjórn. Við kosningu stjórnar skal þess gætt að í stjórn sitji foreldrar að minnsta kosti tveggja barna frá hvorum leikskóla.

Kosnir skulu tveir varamenn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Á aðalfundi skal kynnt starfsemi félagsins sl. ár og reikningar þess bornir undir atkvæði.

4. gr.

Stjórn skal halda reglulega fundi sem opnir eru öllum foreldrum.

5. gr.

Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn skriflega a.m.k. 5 dögum fyrir aðalfund.

6. gr.

Foreldrafélagið skal standa fyrir a.m.k. einni skemmtun og ferðalagi á hverju ári.

Þá skal foreldrafélagið hafa það að markmiði að gefa út fréttabréf og/eða miðla upplýsingum um starfsemi félagsins á heimasíðu leikskólans.

7. gr.

Foreldrafélagið skal útnefna fulltrúa sinn sem áheyrnarfulltrúa til setu funda fræðslunefndar Fljótsdalshéraðs.

8. gr.

Félaginu má slíta komi fram tillaga þess efnis á aðalfundi og hún fær samþykki 2/3 fundarmanna. Eignir félagsins ef einhverjar eru skal ráðstafað til Fljótsdalshéraðs, með skilyrði um að þær verði nýttar í þágu leikskólastarfs á Skógarlandi og Tjarnarlandi.

9. gr.

Samþykkt þessi var samþykkt á aðalfundi Foreldrafélags Tjarnarlands 15. október 2007, og öðlast lögin gildi nú þegar enda var hún einnig samþykkt af Foreldrafélagi leikskólans Skógarlands þann 2. október sl.

Síðast uppfært 27. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd