Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

132. fundur 04. nóvember 2024 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
Fundargerð ritaði: Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri

1.Garnaveikibólusetningar í Múlaþingi

Málsnúmer 202111208Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita styrk vegna garnaveikisbólusetningar á árinu 2025 í samræmi við umræður á fundinum.
Upphæð skal rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

Samþykkt samhljóða

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

2.Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra, fjármálastjóra og fræðslustjóra að framkvæma athugun á fýsileika verkefnisins.

Samþykkt samhljóða

Benedikt V Warén M lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur að vanda þurfi mjög til verka á suðursvæðinu, bæði hvað varðar íbúðabyggð og greiðan aðgang að heildstæðu, aðlaðandi svæði, sem yrði öruggt fyrir gangandi ungmenna á leið í gæslu, skóla, íþróttir og tómstundir.
Taka ber frá stórt svæði í miðju í þessu nýja hverfi, þar sem öll fyrrnefnd grunnþjónusta uppeldis fær sinn stað á samfelldu öruggu svæði.
Mikilvægt er að fyrirtæki á heimaslóð fái að spreyta sig við slíkt verk, ásamt þeim góða kjarna iðnaðarmanna sem hér búa.
Leiðarval tengt Fjarðaheiðagöngum setur allt skipulag á þessu svæði í þrönga stöðu.

Gestir

  • Róbert Óskar Sigurvaldason

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur til skoðunar og umræðu fyrirliggjandi drög að stefnu um þjónustuþætti. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar þeim til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson

4.Innsent erindi, Uppsetning löggæslumyndavéla í Fellabæ

Málsnúmer 202410035Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar uppsetningu löggæslumyndavéla í Fellabæ og samþykkir að gert verði ráð fyrir helming af kostnaði vegna verkefnisins, samkvæmt fyrirliggjandi tilboði í meðfylgjandi erindi, í fjárhagsáætlun næsta árs.
Sveitarfélagið mun að svo stöddu ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu fleiri véla, né hafa með höndum rekstur eða eignarhald á vélunum. Með þessu er komið á samstarfi milli sveitarfélagsins og lögreglunnar á Austurlandi til að auka öryggi borgaranna og leggja lögreglu lið við störf sín.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 eru á móti (ÁHB, ÁMS, ÞHÓ).

ÁHB leggur fram eftirfarandi bókun:
Mér finnst skjóta skökku vð að sveitarfélag sem fær viðvaranir vegna fjárhagsafkomu síðasta árs taki þátt í kostnaði við rekstur sem þennan og er ríkisins að fjármagna en ekki sveitarfélaga. Ég tel þeirri upphæð sem ætlað er í þetta verkefni betur varið í t.d. málaflokk fjölskylduráðs sem yrði varla í vandræðum með að finna þessum peningum farveg í þágu barna í Múlaþingi.

BVW leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur það í verkahring löggjafans að gæta að öryggi íbúa landsins og það á ekki að vera sveitarfélagsins að fjármagna slík verkefni.


5.Fjárfestingaráætlun 2025

6.Húsnæði fyrir inniaðstöðu Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202410142Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að málinu.

Samþykkt samhljóða

7.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tilboð lægstbjóðenda í verkið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá verksamningi.

Samþykkt samhljóða

8.Slökkvistöð Djúpavogs, breytingar 1. áfangi

Málsnúmer 202410061Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tilboð lægstbjóðenda í verkið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá verksamningi.

Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?