Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

132. fundur 04. nóvember 2024 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
Fundargerð ritaði: Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri

1.Garnaveikibólusetningar í Múlaþingi

Málsnúmer 202111208Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur minnisblað um stuðning við fjáreigendur vegna garnaveikibólusetninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita styrk vegna garnaveikisbólusetningar á árinu 2025 í samræmi við umræður á fundinum.
Upphæð skal rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins.

Samþykkt samhljóða

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson

2.Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengist Róbert Óskar Sigurvaldason sem kynnir hugmyndir sínar varðandi uppbyggingu leikskóla á suðursvæði á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra, fjármálastjóra og fræðslustjóra að framkvæma athugun á fýsileika verkefnisins.

Samþykkt samhljóða

Benedikt V Warén M lista leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur að vanda þurfi mjög til verka á suðursvæðinu, bæði hvað varðar íbúðabyggð og greiðan aðgang að heildstæðu, aðlaðandi svæði, sem yrði öruggt fyrir gangandi ungmenna á leið í gæslu, skóla, íþróttir og tómstundir.
Taka ber frá stórt svæði í miðju í þessu nýja hverfi, þar sem öll fyrrnefnd grunnþjónusta uppeldis fær sinn stað á samfelldu öruggu svæði.
Mikilvægt er að fyrirtæki á heimaslóð fái að spreyta sig við slíkt verk, ásamt þeim góða kjarna iðnaðarmanna sem hér búa.
Leiðarval tengt Fjarðaheiðagöngum setur allt skipulag á þessu svæði í þrönga stöðu.

Gestir

  • Róbert Óskar Sigurvaldason

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri og verkefnastjóri hafna tengjast inn á fundinn undir þessum lið.
Undanfarin misseri hefur verið unnið að myndun stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings á Borgarfirði, Djúpavogi og Seyðisfirði. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að þeim þjónustuþáttum er tilheyra ráðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur til skoðunar og umræðu fyrirliggjandi drög að stefnu um þjónustuþætti. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar þeim til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson

4.Innsent erindi, Uppsetning löggæslumyndavéla í Fellabæ

Málsnúmer 202410035Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju erindi frá embætti Lögreglustjórans á Austurlandi þar sem þess að farið á leit við sveitarfélagið að það fjármagni kaup og uppsetningu á löggæslumyndavélum með númeraálestri í Fellabæ.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar uppsetningu löggæslumyndavéla í Fellabæ og samþykkir að gert verði ráð fyrir helming af kostnaði vegna verkefnisins, samkvæmt fyrirliggjandi tilboði í meðfylgjandi erindi, í fjárhagsáætlun næsta árs.
Sveitarfélagið mun að svo stöddu ekki taka þátt í kostnaði við uppsetningu fleiri véla, né hafa með höndum rekstur eða eignarhald á vélunum. Með þessu er komið á samstarfi milli sveitarfélagsins og lögreglunnar á Austurlandi til að auka öryggi borgaranna og leggja lögreglu lið við störf sín.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 eru á móti (ÁHB, ÁMS, ÞHÓ).

ÁHB leggur fram eftirfarandi bókun:
Mér finnst skjóta skökku vð að sveitarfélag sem fær viðvaranir vegna fjárhagsafkomu síðasta árs taki þátt í kostnaði við rekstur sem þennan og er ríkisins að fjármagna en ekki sveitarfélaga. Ég tel þeirri upphæð sem ætlað er í þetta verkefni betur varið í t.d. málaflokk fjölskylduráðs sem yrði varla í vandræðum með að finna þessum peningum farveg í þágu barna í Múlaþingi.

BVW leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður telur það í verkahring löggjafans að gæta að öryggi íbúa landsins og það á ekki að vera sveitarfélagsins að fjármagna slík verkefni.


5.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Tekin eru fyrir að nýju drög að endurskoðaðri fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins auk umsagna frá þeim ráðum og nefndum sem tekið hafa hana til umfjöllunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tíu ára fjárfestingaráætlun 2025-2034 fyrir Múlaþing og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða

6.Húsnæði fyrir inniaðstöðu Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202410142Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs varðandi nýtt æfingahúsnæði á Egilsstöðum. Fjölskylduráð tók erindið fyrir á fundi 29. október þar sem tekið var jákvætt í erindið en því var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna að málinu.

Samþykkt samhljóða

7.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða útboðs í hönnun Seyðisfjarðarskóla. Fjögur tilboð bárust í verkið og var lægsta tilboðið frá Teknik. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til tilboðanna.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tilboð lægstbjóðenda í verkið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá verksamningi.

Samþykkt samhljóða

8.Slökkvistöð Djúpavogs, breytingar 1. áfangi

Málsnúmer 202410061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur niðurstaða útboðs í breytingar á slökkvistöð á Djúpavogi. Fjögur tilboð bárust í verkið og var lægsta tilboðið frá Straumbroti. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til tilboðanna.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tilboð lægstbjóðenda í verkið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá verksamningi.

Samþykkt samhljóða

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?