Fara í efni

Bókasöfn Múlaþings

Í Múlaþingi eru þrjú bókasöfn á Djúpavogi, Egilsstöðum og á Seyðisfirði.

Bókasafn Djúpavogs

Vörðu 6
765 Djúpivogur
Sími: 470 8708
Netföng: bokasafn.djupavogs@mulathing.is og thorbjorg.sandholt@mulathing.is

Safnið er opið í vetur á þriðjudögum frá klukkan 16:00-18:00 og miðvikudögum frá klukkan 10:30-12:00.

Bókasafn Djúpavogs er samsteypusafn sem samanstendur af skólabókasafni og almenningsbókasafni og er staðsett í Djúpavogsskóla.

Leita í safnkosti Bókasafns Djúpavogs.

Bókasafn Héraðsbúa

Laufskógar 1
700 Egilsstaðir
Sími: 470 0745
Netfang: bokasafn.heradsbua@mulathing.is
Facebooksíða
Instagram: bokasafn_heradsbua

Safnið er opið alla virka daga frá klukkan 13:00 til 18:00.

Bókasafn Héraðsbúa er til húsa í byggingu Safnahússins á Egilsstöðum. Í húsinu er einnig Minjasafn Austurlands og Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Bókasafnið er staðsett í notalegu rými í risi hússins og hefur að geyma um 20.000 bindi, mest íslenskar bækur. Safnið er tengt Landskerfi bókasafna, leitir.is. Ef þú átt gilt skírteini á Bókasafni Héraðbúa geturðu fengið erlendar rafbækur og hljóðbækur að láni í Rafbókasafninu. Leiðbeiningar og upplýsingar um Rafbókasafnið má sjá hér.

Leita í safnkosti Bókasafns Héraðsbúa.

Bókasafn Seyðisfjarðar

Skólavegur 1
Sími: 470-2339
Netfang: bokasafn.seydisfjardar@mulathing.is
Facebooksíða

Safnið er opið á sumrin (júní til ágúst) mánudaga til fimmtudag frá klukkan 13:00-17:00 og á veturna mánudaga til föstudaga frá klukkan 16:00 til 18:00.

Bókasafn Seyðisfjarðar var stofnað árið 1892 og var Amtsbókasafn Austuramts allt fram á áttunda áratug síðustu aldar. Safnkosturinn er aðallega íslenskar bækur, tímarit og hljóðbækur. Stefna bókasafnsins.

Leita í safnkosti Bókasafns Seyðisfjarðar.  

Gjaldskrá bókasafna Múlaþings

Allir íbúar Múlaþings fá gjaldfrjáls skírteini á bókasöfn innan sveitarfélagsins.

  • Ef gögn glatast í vörslu lánþega er gjaldið 3100. Ef um ný gögn er að ræða (innan við tveggja ára gamalt) þá gildir innkaupsverð.
  • Millisafnalán utan Múlaþings – lánþegi greiðir sendingarkostnað samkvæmt gjaldskrá Póstsins
Lýsing
Gjöld
Árskort (fyrir aðra en íbúa Múlaþings)
2.600 kr.
Mánaðarkort (fyrir aðra en íbúa Múlaþings)
550 kr.
Dagssekt
50 kr.
Hámarkssekt pr. gagn
1.000 kr.
Hámarkssekt pr. einstakling
7.250 kr.

Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 15. nóvember 2023

Síðast uppfært 03. apríl 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?