Fara í efni

Glaumbær

Leikskólinn Glaumbær er einnar deildar leikskóli með börn á aldursbilinu 1 – 6 ára staðsettur miðsvæðis í þorpinu á Borgarfirði með náttúruna allt í kring. Leikskólinn hefur verið samrekin með grunnskólanum síðan 2009 og í sama húsnæði síðan 2011. Síðan 2021 hafa leik- og grunnskóli verið rekinn undir sömu yfirstjórn og Fellaskóli.

Þar sem skólinn er samrekinn grunn- og leikskóli er mikil samfella á milli skólastigana. Lögð er áhersla á samvinnu nemenda, sveigjanlega kennsluhætti, samkennslu árganga og samfellu í leik og námi. Sameiginleg gildi Grunn- og leikskólans eru gleði, árangur og virðing. Þessi gildi eiga að lita samskiptin og allt starf leikskólans, þau eru því leiðarljós sem vísa kennaranum leiðina í leik og starfi.

Heimilisfang: 720 Borgarfjörður eystri
Sími: 855-0561 og 470-0560
Netfang: glaumbaer@mulathing.is

Opnunartími: 7:50 – 16:00

Stjórnendur

Skólastjóri. Anna Birna Einarsdóttir, anna.einarsdottir@mulathing.is beinn sími: 470-0640

Deildarstjóri leikskóla og tengiliður farsældar í þágu farsældar barna. Jóna Björg Sveinsdóttir, jona.sveinsdottir@mulathing.is

Deildarstjóri grunnskóla. Tinna Jóhanna Magnusson, tinna.magnusson@mulathing.is

Hugmyndafræði

Hugmyndafræði Glaumbæjar byggir á kenningum John Dewey og Jean Piaget sem báðir leggja áherslu á leikinn sem aðferð barnsins til að læra. Lýðræði er haft að leiðarljósi þar sem ólíkir einstaklingar starfa saman og hver um sig leggur sitt af mörkum. Börn byggja upp reynslu þegar þau kynnast nýjum hlutum með aðstoð skynfæranna og ný reynsla byggist ofan á fyrri reynslu.

Í starfi okkar leggjum við einnig til grundvallar uppeldisstefnu sem nefnist Jákvæður agi (Positive Discipline). Stefnan byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela það í sér að horft er á orsakir hegðunar og að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju, byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.

Glaumbær hefur flaggað Grænfána Landverndar síðan 2010. Allir nemendur skólans eru í umhverfisnefnd og taka leikskólanemendurnir þátt í starfinu eins mikið og þeirra þroski leyfir.

Áætlanir og mat

Foreldrasamstarf

Við samrekinn grunn- og leikskóla starfar eitt foreldrafélag:

Stjórnina skipa:

  • Árni Þór Magnússon formaður,
  • Sigríður Anna Jónsdóttir,
  • Tinna Jóhanna Magnusson,
  • Lindsey Lee og
  • Kristjana Björnsdóttir.
Síðast uppfært 05. mars 2025
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd