Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

119. fundur 04. júní 2024 kl. 08:30 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að mál nr.11 Hafnargata 42b,sala yrði bætt við dagskrá fundarins. Engin gerði athugasemd við tillöguna og skoðast hún samþykkt.

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri kynntu tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa rammaáætlun eins og hún liggur fyrir fundinum til afgreiðslu í sveitarstjórn 12. júní nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júní til desember 2024

Málsnúmer 202405201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna fyrir seinni hluta þessa árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fundadagar byggðaráðs verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá skrifstofustjóra um fyrirkomulag og tímasetningar íbúafunda vegna gerðar þjónustustefnu Múlaþings:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir tillögur um fyrirkomulag íbúafunda vegna gerðar þjónustustefnu Múlaþings og að þeir verði haldnir á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði seinni partinn í ágúst 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 27.05.2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Aðalfundur Ársala 2024

Málsnúmer 202405237Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Ársala bs., dags. 29.05.2024, auk ársreiknings Ársala bs fyrir árið 2023.

Lagt fram til kynningar.

7.Erindi,innheimtulausnir Múlaþings

Málsnúmer 202405208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá BPO innheimtu ehf. varðandi innheimtulausnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra og fjármálastjóra að funda með BPO innheimtu ehf varðandi mögulega endurskoðun á innheimtulausnum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Beiðni um styrk vegna 50 ára afmælis Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 202404068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Egilsstaðakirkju varðandi styrk frá sveitarfélaginu í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir yfirferð málsins hjá stjórnsýslu sveitarfélagsins liggur fyrir að ekki eru til ráðstöfunar þeir fjármunir til menningarstyrkja sem óskað er eftir af hálfu Egilsstaðakirkju. Fyrri úthlutun menningarstyrkja fór fram í janúar á þessu ári en síðari úthlutun mun fara fram á haustdögum og eru fulltrúar Egilsstaðakirkju hvattir til að fylgjast með er auglýst verður eftir umsóknum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Listahátíð Reykjavíkur 2024, viðburður á Seyðisfirði

Málsnúmer 202405244Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um fjárstuðning og aðstoð sveitarfélagsins vegna menningarviðburðar á Seyðisfirði sem haldinn verður í tengslum við viðburð á Listahátíð Reykjavíkur dagana 7. - 9. júní næstkomandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir það er fram kemur í svari atvinnu- og menningarmálastjóra að fyrirliggjandi umsókn hefði þurft að berast fyrr til sveitarfélagsins svo mögulega hefði verið hægt að verða við henni. Fyrri úthlutun menningarstyrkja fór fram í janúar á þessu ári en síðari úthlutun mun fara fram á haustdögum og er umsóknaraðili hvött til að fylgjast með er auglýst verður eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar. Hvað varðar aðra aðstoð beinir byggðaráð þeim óskum til eignasviðs Múlaþings og HEF-veitna til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Krafa um bætur

Málsnúmer 202402129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi varðandi bætur vegna deiliskipulags vegna Kaupvangs 6 ásamt drögum að svari.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi drög að svari við kröfu um bætur vegna deiliskipulags vegna Kaupvangs 6 verði samþykkt og að sveitarstjóra verði falið að svara fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Hafnargata 42B, sala

Málsnúmer 202311355Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að sá er lagði fram hæsta tilboð í Hafnargötu 42b hefur dregið tilboð sitt til baka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að sjá til þess að Hafnargata 42b verði sett á sölu á ný.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?