Fara í efni

Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands á Seyðisfirði

Austurvegur 42
710 Seyðisfjörður
Sími: 472 1632
Netfang: skaftfell@skaftfell.is
Vefsíða: www.skaftfell.is

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, er staðsett við Austurveg 42 á Seyðisfirði og er nafn stofnunarinnar dregið af þrílyfta timburhúsinu sem hýsir hana.

Miðstöðin var formlega opnuð árið 1998 og er starfsemin tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi í formi sýningarhalds, reksturs gestavinnustofu og fræðslustarfs. Hún er ein þriggja menningarmiðstöðva á Austurlandi, samkvæmt samningi ríkisins og sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál.

Markmið starfseminnar er að auka aðgengi Austfirðinga að vandaðri samtímalist og stuðla að dýpri þekkingu og skilningi á hlutverki myndlistar í samtímanum ásamt því að skapa örvandi vinnuumhverfi fyrir listamenn. Árið 2013 hlaut Skaftfell Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

Í Skaftfelli er listamannaíbúð á efstu hæði fyrir gestalistamenn Skaftfells; á annarri hæð er sýningarsalur og lítil verslun með bókverkum, listaverkabókum og listaverkum; á jarðhæðinni er Bistró Skaftfells sem var hannað af Birni Roth, syni Dieters Roth, með uppáhalds Bistró Dieters í huga, en aðstaðan er leigð út til rekstraraðila. Þar er einnig að finna lítið en fjölbreytt bókasafn listaverkabóka og bókverka auk þess sem gallerí Vesturveggur hýsir tímabundnar sýningar listamanna hvaðanæva. Skrifstofa Skaftfells er staðsett á Öldugötu 14.


Skaftfell – Center for Visual Art, Seyðisfjörður

Skaftfell serves as the regional visual art center for East Iceland. Located on Austurvegur 42 in Seyðisfjörður, it is one of the three cultural centers in the region, which operate according to an agreement on cultural issues between the state and municipalities in East Iceland.

Skaftfell is an independent art organization. It was founded in 1998 by a group of art enthusiasts in Seyðisfjörður, in memory of Swiss/German artist Dieter Roth, who lived and worked in Seyðisfjörður for periods of time between 1991 and 1998. The art center takes its name from the three-storey timber house it is situated in, built in 1907.

Devoted to the presentation and dissemination of contemporary art on an international level, Skaftfell is running a busy exhibition-, education- and residency program throughout the year. The building houses the main gallery and bookstore on the middle floor, an artist apartment on the top floor, and the bistro, the West Wall gallery and a small art library on the ground floor.

Within the region Skaftfell plays an important role as a venue for experienced and emerging artists from Iceland and abroad, and as provider and promoter of high quality art education for all age groups. In 2013, Skaftfell received the Eyrarrósin Award for outstanding cultural work in a rural area.

Síðast uppfært 15. desember 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?