Fara í efni

Eldri borgarar

Eldri borgarar geta sótt um félagslegan stuðning sé þörf á því, sjá nánar undir félagsleg úrræði.

Dagdvöl

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra er dagdvöl eldri borgara ætluð fólki sem býr á eigin heimili en þarf á stuðningi að halda til að geta búið þar sem lengst. Á vegum sveitarfélagsins er rekin dagdvöl í Hlymsdölum að Miðvangi 6, Egilsstöðum, s. 4 700 798, og einnig í Tryggvabúð, Markarlandi 2, Djúpavogi, s. 4 708 745.

Markmið þjónustunnar er að fólk geti notið persónulegrar aðstoðar í notalegu umhverfi þar sem bæði félagslegum og líkamlegum þörfum þess er mætt.

Hér er hægt að nálgast umsókn um þjónustuna.

Félagsstarf

Mikilvægt er að tryggja eldri borgurum eins og örðum viðfangsefni í frítímanum og auka þannig líkur á að þeir kjósi heilbrigðan lífsstíl og einangri sig ekki félagslega. Lögð er áhersla á að virkja þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að og leitast við að koma til móts við þarfir ólíkra hópa.

Tómstundastarf í Múlaþingi veturinn 2024-2025

Upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf eldri borgara á Egilsstöðum veturinn 2023-2024.

Hlymsdalir

Hlymsdalir er félagsmiðstöð, staðsett á Egilsstöðum, þar sem fram fer fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir íbúa sveitarfélagsins í samstarfi við Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði. Starfsfólk Félagsþjónustunnar annast fræðslu og ráðgjöf við einstaklinga með vikulegri viðveru í Hlymsdölum.

Miðvangi 6
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Hlymsdala

Tryggvabúð

Tryggvabúð er félagsaðstaða eldri borgara á Djúpavogi. Félagsstarfið hefur upp á margt að bjóða. Til að mynda upplestur, hlusta á hljóðbækur, horfa á alls kyns myndefni, boccia, píla, perla, gátur, þrautir, umræður og spjall. Boðið er upp á hádegisverð og kaffitíma á opnunardögum.

Markarland 2
765 Djúpivogur
Netfang: tryggvabud@mulathing.is

Öldutún

Öldutún er félagsmiðstöð Framtíðarinnar, félags eldri borgara á Seyðisfirði. Þjónusta fyrir eldri borgara á vegum sveitarfélagsins eru meðal annars sundleikfimi, handavinna, félagsleg heimaþjónusta og matarsendingar.

Framtíðin, félag eldri borgara
Oddagata 4e
710 Seyðisfjörður
Sími: 472 1145 / 778 7752 
Facebook síða: Framtíðin félag eldri borgara á Seyðisfirði
Netfang: framtidinsey@gmail.com

Gagnlegir tenglar

Tryggingastofnun ríkisins

Síðast uppfært 07. nóvember 2024
Getum við bætt efni þessarar síðu?