Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

50. fundur 05. september 2024 kl. 08:30 - 11:15 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson varaformaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri

1.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, framkvæmdaáætlun

Málsnúmer 202406163Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar og umræðu 5 ára framkvæmdaáætlun er varðar uppbyggingu áfangastaða í sveitarfélaginu sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 19.8.2024 að horft yrði til við gerð fjárfestingaráætlunar 2025.

Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir því að fá að rýna framkvæmdaáætlunina betur þar sem aðeins eitt verkefni á Borgarfirði kemur fram í henni. Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Málefni Stakkahlíðar

Málsnúmer 202210013Vakta málsnúmer

Til umræðu eru málefni Stakkahlíðar í Loðmundarfirði og fyrirhugaður kynningarfundur um friðlýsingarmál.

Á fundinn undir þessum lið mætti Davíð Örvar Hansson frá Umhverfisstofnun.

Heimastjórn Borgarfjarðar samþykkir að kynningarfundur um hugmyndir um friðlýsingu Stakkahlíðar í Loðmundarfirði verði haldinn laugardaginn 28. september 2024 kl. 13.00. Fundurinn verði haldinn í Klyppsstað ef veður og færð leyfir, að öðrum kosti á Borgarfirði á sama tíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Drasl og ruslsöfnun íbúa í þéttbýlinu á Borgarfirði Eystra

Málsnúmer 202407046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Bryndísi Snjólfsdóttur og Elísabetu Sveinsdóttur sem barst 10.07.2024 um umgengni og ruslasöfnun íbúa í Bakkagerði og er óskað eftir að farið verið í úrbætur auk þess sem gerðar eru tillögur um staðsetningu gámasvæðis.
Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heimastjórnar.

Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Elísabet Sveinsdóttir ræddi mögulegt vanhæfi sitt. Það borið upp og fellt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar Hugrúnu fyrir komuna á fundinn og góðar umræður og upplýsingar. Gert er ráð fyrir að málið verði aftur tekið upp á fundi heimastjórnar í haust með fulltrúum frá umhverfis- og framkvæmdasviði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til umfjöllunar niðurstöður íbúafunda sem haldnir voru 28. og 29. ágúst og 2. september á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði, en fundirnir voru liður í mótun stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár þar á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærsta byggðarkjarna Múlaþings.

Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar íbúum Borgarfjarðar kærlega fyrir þátttökuna í íbúafundinum. Verkefni sveitarfélagsins eru yfirgripsmikil og krefjast þess að heimastjórnin rýni þau betur á sérstökum vinnufundi. Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Málefni Fjarðarborgar

Málsnúmer 202408007Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar voru málefni Fjarðarborgar.

Inn á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar því að búið sé að bregðast við leka í kjallara undir sviði með því að fjarlægja þaðan timburverk, en leggur áherslu á að skoðað verði með vatnsleka í forstofu við sviðið og hvað orsaki hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ráðstöfun eignar

Málsnúmer 202408181Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er ráðstöfun fasteignarinnar Þórshamar.

Heimastjórn Borgarfjarðar óskar eftir að sveitarstjóri mæti á næsta fund heimastjórnar til að ræða mögulega ráðstöfun söluandvirðis Þórshamars, ef af sölu yrði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um stækkun lóðar, Úranía

Málsnúmer 202405126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa Úraníu (L213204) á Borgarfirði, um stækkun á lóðinni vegna fyrirhugaðrar byggingar á um 40 fermetra gestahúsi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tók erindið fyrir á 125. fundi sínum og óskaði eftir umsögn heimastjórnar.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar við Úraníu vegna byggingar á um 40 fermetra gestahúsi, en mælir með að svæði B og C á mynd verði frekar valið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?