Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

132. fundur 29. október 2024 kl. 08:30 - 13:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2025 og þriggja ára áætlunar 2026 til 2028 á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 12. júní 2024.

Í vinnslu.

3.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað með þeim málum / þjónustuþáttum sem tilheyra byggðaráði og stjórnsýslu- og fjármálasviði í drögum að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði. Á fundinn undir þessum lið mætti Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri.

Í vinnslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 09:25

4.Umsókn um stofnframlag

Málsnúmer 202407006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð matsnefndar, dags. 28.10.2024, varðandi umsókn Múlaþings um stofnframlag vegna Bláargerðis 4 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu matsnefndar um að sótt verði um stofnframlag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Bláargerði 4 á Egilsstöðum í samræmi við fyrirliggjandi drög að umsókn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Framkvæmdasýslu - Ríkiseignum þar sem óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins Múlaþings um að brunabótum verði ráðstafað í hreinsun brunarústa, endurbætur og lagfæringar á íbúðarhúsinu auk þess að möguleg verði endurbygging útihúsa síðar. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Erlendur Ágúst Einarsson og Bylgja Rún Ólafsdóttir og fóru yfir viðhorf ábúenda til málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að verða við ósk landeiganda og ábúenda um heimild til hreinsunar brunarústa, endurbóta og lagfæringu á íbúðarhúsinu á jörðinni Unaósi en að útveggir útihúsa fái að standa áfram þó þau verði ekki endurbyggð strax. Byggðaráð beinir því til stjórnvalda að áherslur varðandi útleigu ríkisjarða verði teknar til gagngerrar endurskoðunar með það að markmiði að tryggja réttindi ábúenda, viðhalda verðmæti ríkisjarða og tryggja búsetu á þeim til framtíðar. Byggðaráð leggur jafnframt áherslu á að úthús við Unaós verði endurbyggð þó síðar verði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Erlendur Águst Einarsson og Bylgja Rún Ólafsdóttir - mæting: 10:20

6.Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var hugmynd að leikskólabyggingu á suðursvæði á Egilsstöðum. Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Róbert Óskar Sigurvaldason og fór yfir hugmyndir varðandi uppbyggingu íbúða og leikskóla á suðursvæði á Egilsstöðum.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Róbert Óskar Sigvaldason - mæting: 11:23

7.Svæðisráð um strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Málsnúmer 202410149Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð svæðisráðs um strandsvæðisskipulag á Austfjörðum, dags. 01.10.2024, auk svara Skipulagsstofnunar við erindi samtakanna VÁ vegna Seyðisfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

8.Beiðni um hækkun á rekstrarstyrk, Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202410119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands varðandi hækkun á rekstrarstyrk fyrir árið 2025. Einnig liggur fyrir greining sveitarstjóra, fjármálastjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra á því hvernig megi bregðast við erindinu miðað við að það rúmist innan samþykktrar rammaáætlunar sveitarfélagsins.

Í vinnslu.

9.Umsókn um aðkomu Múlaþings við ritun sögu Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202410160Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sögufélagi Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir samtali með byggðaráði varðandi mögulega aðkomu sveitarfélagsins að ritun sögu Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að bjóða fulltrúum í stjórn Sögufélags Seyðisfjarðar að tengjast inn á fund byggðaráðs þar sem umfjöllunarefnið verði möguleg aðkoma sveitarfélagsins að verkefninu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2024

Málsnúmer 202402167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 21.10.2024, auk fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

Lagt framt til kynningar.

11.LungA hátíðin, næstu skref

Málsnúmer 202410141Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá formanni stjórnar LungA varðandi mögulega framlengingu á framlagi sveitarfélagsins til hátíðarinnar um tvö ár. Fjármunum verði m.a. varið til að draga saman sögu hátíðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings sér sér ekki fært að verða við erindinu, en bendir á að hægt er að sækja um styrk við úthlutun menningarstyrkja Múlaþings.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Endurreisn kræklingaræktar, aðild, minnisblað til fjarlaganefndar Alþingis

Málsnúmer 202410150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Kjartani Þór Ragnarssyni, f.h. samráðshóps um skeldýrarækt, þar sem sveitarfélaginu Múlaþingi er boðið að eiga aðild að minnisblaði sem til stendur að leggja fyrir fjárlaganefnd Alþingis varðandi möguleg fjárframlög úr ríkissjóði til að byggja upp kræklingarækt á Íslandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið verði aðili að minnisblaði sem til stendur að leggja fyrir fjárlaganefnd Alþingis varðandi möguleg fjárframlög úr ríkissjóði til að byggja upp kræklingarækt á Íslandi. Starfsmanni falið að koma því á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Vegna Alþingiskosninga 2024

Málsnúmer 202410088Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að staðfesta þarf kjörstaði í Múlaþingi vegna Alþingiskosninga 30. nóvember 2024 auk aðstöðu fyrir kosningar utan kjörfundar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir að kjörstaðir í Múlaþingi verði á eftirfarandi stöðum: Í Hreppsstofu á Borgarfirði eystra, í Tryggvabúð á Djúpavogi, í Menntaskólanum á Egilsstöðum og í Íþróttahúsinu á Seyðisfirði. Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði og á Djúpavogi, á opnunartímum skrifstofanna frá og með 18. nóvember til og með 29. nóvember.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 13:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?