Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

Markmið heimastjórna er að tryggja áhrif og aðkomu heimamanna á hverjum stað að ákvörðunum sem varða þeirra nærumhverfi. Heimastjórn annast þau störf sem sveitarstjórn felur henni. Heimastjórn getur ályktað um málefni byggðarinnar og þannig komið málum á dagskrá sveitarstjórnar.

Helstu verkefni heimastjórna snúa að deiliskipulags- og umhverfismálum, menningarmálum, landbúnaðarmálum og umsögnum um staðbundin málefni og leyfisveitingar. Sjá nánar um verkefni heimastjórna í Samþykktum um stjórn Múlaþings.

Heimastjórn fundar að jafnaði fyrsta fimmtudag í mánuði. Vilji íbúar senda inn erindi þurfa þau að berast í síðasta lagi fjórum dögum fyrir viðkomandi fund. Mikilvægt er að erindin séu merkt heimastjórn. Erindi má koma á skrifstofur sveitarfélagsins eða senda á netfang starfsmanns heimastjórnar.

Starfsmaður heimastjórnar Borgarfjarðar er Alda Marín Kristinsdóttir en hún er með netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is.

pdf merki Erindisbréf

Fundagerðir 

Nafn Staða Netfang

Heimastjórn Borgarfjarðar - aðalmenn

Heimastjórn Borgarfjarðar - varamenn

Getum við bætt efni þessarar síðu?