Framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi samkvæmt 2.3.5 grein byggingarreglugerðar geta eftir atvikum verið tilkynningaskyldar. Sé vafi á hvort framkvæmdin sé tilynningaskyld er eðlilegt að fyrirspun sé send byggingarfulltrúa sem skeri úr um það. Sé framkvæmd tilkynningaskyld fjallar 2.3.6 grein reglugerðarinn um málsmeðferð slíkra mála.
Umsókn um tilkynningarskylda mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og -leyfis
Fyrirspurn um tilkynningarskyldu vegna framkvæmdar undanþegnar byggingarleyfis
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar um málsmeðferð vegna tilkynntra framkvæmda má nálgast hér.
Eigandi
Eigandi sem ræðst í framkvæmdir sem falla undir 2.3.5. gr. ber ábyrgð á að ekki skapist hætta fyrir fólk og eignir vegna mannvirkisins og að virt séu öll viðeigandi ákvæði þessarar reglugerðar. Hann skal einnig gæta þess að fyrirhugaðar framkvæmdir séu í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir. Eigandi mannvirkis sem undanþegið er byggingarleyfi ber ábyrgð á að ekki sé gengið á rétt nágranna og að virt séu ákvæði laga um fjöleignarhús.