Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

116. fundur 05. nóvember 2024 kl. 12:30 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Dagný Erla Ómarsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Dagbjört Kristinsdóttir, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu liði 1 - 4. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Kolbrún Nanna Magnúsdóttir, Linda Therese Fransson og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu liði 1 - 4. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir og Bríet Finnsdóttir sátu liði 2 - 3. Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri félagsþjónustu og Aðalheiður Árnadóttir verkefnastóri í félagslegri ráðgjöf og stuðningi sátu lið 2. Hugrún Hjálmarsdóttir Umhverfis- og framkvæmdamálastjóri sat lið 3.

1.Reglur um sveiganleg skil á milli leik- og grunnskóla

Málsnúmer 202401006Vakta málsnúmer

Fyrir liggja endurskoðaðar reglur um sveigjanlegt upphaf grunnskólagöngu og brautskráningu úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið.
Fyrir liggja endurskoðaðar reglur um sveigjanlegt upphaf grunnskólagöngu og brautskráningu úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið.

Fjölskylduráð samþykkir reglurnar samhljóða með handauppréttingu.

2.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað með þeim málum / þjónustuþáttum sem tilheyra fjölskylduráði í drögum að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði.
Fyrir liggur minnisblað með þeim þjónustuþáttum sem tilheyra fjölskylduráði í drögum að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings, á Borgarfirði eystra, Djúpavogi og Seyðisfirði. Fjölskylduráð vísar þeim til fyrri umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárfestingaráætlun 2025

Málsnúmer 202409095Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri mætir á fundinn og fer yfir fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins sem er endurskoðuð ár hvert.
Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri mætti á fundinn og fór yfir fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins sem snýr að fjölskylduráði. Áætlunin er endurskoðuð ár hvert.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fjárfestingaáætlun samhljóða með handauppréttingu.

4.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202409169Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gjaldskrár fyrir fræðslumál og er hækkunin 2,5%.
Fjölskylduráð samþykkir framlagðar breytingar á gjaldskrám hjá fræðslumálum er varða leik- og grunnskóla og vísar málinu til áframhaldandi meðferðar sveitarstjórnar.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá (JHÞ).

5.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs, seinni úthlutun 2024

Málsnúmer 202410116Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki ásamt matsblaði fyrir seinni úthlutun ársins 2024.
Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2024. Alls bárust 17 umsóknir að upphæð 5.888.895 kr.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt: Stofnun fimleikadeildar á Djúpavogi 250.000 kr., Tölva fyrir Qed hermi í inniaðstöðu Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs 200.000 kr., Skíðagönguspor í Selskógi og Fjarðarheiði 250.000 kr. Útikennslustofa á Seyðisfirði 200.000 kr. og Þátttaka í landsliðsverkefni vegna Evrópumóts í hópfimleikum október 2024 í Baku í Azerbaijan 100.000 kr.

Fjölskylduráð þakkar fyrir allar umsóknirnar og óskar umsækjendum velfarnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Farðu yfir skýrslu fræðslustjóra.
Skýrsla fræðslustjóra var lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?